Hlaupaleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Hlaupaleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Eitt af því skemmtilega við að stunda hlaup er að fara mismunandi hlaupaleiðir og sjá eitthvað nýtt í leiðinni, kynnast umhverfinu og njóta útiveru. Á höfuðborgarsvæðinu eru margar skemmtilegar hlaupaleiðir sem vert er að kanna. Áður en þú hleypur af stað er gott að skoða hvað þú getur gert til að bæta hlaupatæknina og verða betri hlaupari.

Ríkishringurinn 12 km hlaupaleið

Ein vinsælasta hlaupaleiðin á höfuðborgarsvæðinu er svokallaður Ríkishringur í Heiðmörk. Ekki eru allir sem þekkja þessa leið en það er vel þess virði að hlaupa hana, enda umhverfið engu líkt. Ríkishringurinn er 12 km langur. Oftast er hlaupið af stað við bílastæðið hjá Helluvatni, hlaupinn hringur um skóginn, niður að Elliðavatni og svo aftur að bílastæðinu.

Ríkishringurinn samanstendur af merktum leiðum sem heita Vatnahringur, Strípshringur, Skógarhringur og Norðmannahringur. Best er að hlaupa hringinn réttsælis. Gott er að skoða kort af Heiðmörk áður en Ríkishringurinn er hlaupinn í fyrsta sinn og jafnvel með einhverjum sem þekkir leiðina vel til að fara örugglega rétta leið.

Laugarnesið 8 km

Sjórinn hefur alltaf sitt aðdráttarafli og gaman að hlaupa meðfram honum og hafnarsvæðinu. Hér er byrjað á að hlaupa vestur Sundlaugarveginn og að Kringlumýrarbraut, niður á strandstíginn og þaðan sem leið liggur að Dalbraut og Sundagörðum. Næst er hlaupið eftir Skútuvogi, Skeiðarvogi, vestur Suðurlandsbraut og í gegnum aðalstígana í Laugardalnum.

Laugardalurinn 5 km

Laugardalurinn er sannkölluð perla í höfuðborginni og þar er að finna nokkrar hlaupaleiðir, enda margir góðir stígar sem liggja í nær allar áttir. Hver og einn getur þannig valið sér hlaupaleið sem hentar hlaupaforminu. Margir hlaupa svokallaðan Stóra Laugardalshring sem er 5 km langur en það er líka hægt að hlaupa styttri leiðir.

Stóri Laugardalshringurinn byrjar við Laugardalslaugina, hlaupið er upp að Laugarásvegi og eftir honum, niður á Selvogsgrunn og þaðan um breiða stíginn í dalnum, upp vestan við Skautahöllina, austur Engjaveg og svo meðfram Suðurlandsbraut og aftur í áttina að sundlauginni. Ekki svo flókið en gott að skoða kort á undan. Það er líka gaman að taka ýmsa króka út frá þessari leið, annað hvort til að stytta hana eða lengja.

Í öllum veðrum hringurinn 2 km

Önnur stutt en skemmtileg leið í Laugardalnum er svokölluð Í öllum veðrum leið. Eins og nafnið bendir til hentar hún einstaklega vel fyrir íslenska veðráttu. Þar er mikið skjól fyrir veðri og vindum. Hlaupið er af stað frá Laugardalslauginni og hlaupið er eftir stígnum um tjaldsvæðið. Síðan er  hlaupið meðfram tjörnunum og Grasagarðinum og til baka aftur í laugina vestan við Laugardalsvöllinn.

Aðrar leiðir sem gaman er að hlaupa:

Frá Hörpu og meðfram strandlengunni í áttina að hafnarsvæðinu og til baka.

Meðfram strandlengjunni á Seltjarnarnesi og út að Gróttu.

Búrfellsgjá í Heiðmörk.

Hugmyndir að búnaði fyrir hlaupin:

Pegasus Trail 2 hlaupaskór frá Nike.

Nike hlaupajakki. Hann heldur hitastiginu réttu og loftar vel

Speed Tight hlaupabuxur frá Nike. Þær eiga að vera þægilegar og gott að hreyfa sig í þeim

NÝLEGT