Hvers vegna eru hlaupasokkar besta valið þegar kemur að sokkum fyrir hlaup?
Hlaupasokkar minnka líkur á nuddsárum og hælsæri
Hlaupasokkar eru úr Dri-Fit öndunarefni sem hleypir svitanum frá húðinni og heldur fótunum þurrum. Blautir sokkar er ávísun á mikinn raka í skónum sem getur valdið nuddsárum, ertingu og jafnvel hælsæri. Hlaupasokkar eru úr mjúku teygjuefni sem leggst vel að fætinum og kemur í veg fyrir að það myndist misfellur og krumpur innan í skónum. Það minnkar einnig líkur á nuddsárum, blöðrumyndun og hælsæri.
Aukin dempun
Hlaupasokkar eru sérstaklega uppbyggðir með þunnu efni yfir ristina sem veitir öndun og uppgufun frá fætinum. Sokkarnir eru þykkir undir hæl og tábergi til að veita aukna dempun í hverju skrefi. Þykkara efnið gerir sokkana einnig slitsterkari og endingarbetri.
Hlaupasokkar veita aukinn stuðning við ökkla
Hlaupasokkar eru uppbyggðir með sérstökum styrkingum yfir ristina og ökklann til að veita meiri stuðning við fótinn og meira aðhald.
Einnig er gott að hafa í huga að til þess að öndunartæknin í yfirbyggingu hlaupaskósins virki sem skyldi er mikilvægt að vera í vönduðum hlaupasokkum úr Dri-Fit efni, bómull er bannvara þegar kemur að hlaupa eða æfingaskóm!
Hér að neðan má sjá tvær góðar týpur af sokkum sem er tilvalið að nota fyrir hlaupin:
Nike Elite No Show Unisex sokkar
Nike Performance Unisex sokkar
Höfundur: Hlynur Valsson, vörumerkjastjóri Nike á Íslandi