„Hlaupin gefa manni allt sem góð hreyfing ætti að hafa“ – Arnar Pétursson

„Hlaupin gefa manni allt sem góð hreyfing ætti að hafa“ – Arnar Pétursson

Arnar Pétursson hefur 30 sinnum orðið Íslandsmeistari í greinum frá 1500m innanhús og upp í heilt maraþon. Hann hefur keppt á heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni og hefur meðfram hlaupunum þjálfað aðra hlaupara og var þar að auki að gefa út bók núna fyrir jólin sem heitir því einfalda en mjög viðeigandi nafni, Hlaupabókin. Bókin fer yfir allt sem við kemur hlaupum og miklu meira en það, hún er í raun ómissandi fyrir alla sem eiga hlaupaskó. Í þjálfuninni hefur hann meðal annars aðstoðað Þórólf Inga í að ná sínum besta árangri í 10 km götuhlaupi.

„Í júni á þessu ári var Þórólfur búinn að leggja inn gríðarlega góða vinnu og ég var handviss um að hann væri kominn í algjört toppform. Ég lagði því til að hann myndi enda tímabilið með því að toppa í Ármannshlaupinu og ég myndi héra hann allt hlaupið. Þegar við tölum um að héra í hlaupum er það í rauninni þannig að ég sá um að halda réttum hraða og taka vindinn og eina sem Þórólfur þurfti að hugsa um var að vera eins nálægt mér og mögulegt var. Þetta gekk svo framar vonum en Þórólfur endaði á 32:41 sem var hans besti tími í greininni og aldursflokka Íslandsmet í leiðinni. Þetta var með hápunktum sumarsins fyrir mig enda fæ ég eiginlega jafn mikið, ef ekki meira, út úr því að sjá öðrum ganga vel og þegar mér gengur vel.“ – segir Arnar Pétursson.

En nánar um þessa tvo hlaupakónga Íslands.

1)     Hvenær byrjaðir þú að hlaupa, og hvers vegna?

Arnar: Ég byrjaði að hlaupa af alvöru þegar ég er 21 árs en þá hætti ég alveg í körfuboltanum og einbeitti mér algjörlega að hlaupum. Árið áður hafði ég prófað að æfa hlaup með körfuboltanum sem gekk virkilega vel en þá sigraði ég Reykjavíkurmaraþonið í fyrsta skipti og sá að þetta var íþrótt sem ég hafði bæði mjög gaman af og átti möguleika á að ná mjög langt í.

Þórólfur: Ég byrjaði að hlaupa árið 2002 m.a. vegna þess að það var hópur í vinnunni sem var að byrja að hlaupa.  Fyrsta keppnishlaupið mitt var 10km í Námsflokkahlaupinu 8.júlí.

3)     Hvað eru þið að hlaupa mikið á viku?

Arnar: Það fer eftir því hvar maður er staddur á tímabilinu en það mesta sem ég hef hlaupið eru tvær vikur í röð í Kenía þar sem ég hljóp 200km og 210km. Venjulega er vika hinsvegar á bilinu 130-170km. Þetta eru oftast 9-13 hlaupaæfingar á viku. Ég mæli samt með því að fyrir flesta að reyna að hlaupa allavega þrisvar í viku.

Þórólfur: Ég er að hlaupa á bilinu 80 -120km á viku, við bætast svo styrktaræfingar, lyftingar og tími í heitum pottum og gufu.  Jafnvægi milli æfinga og fjölskyldulífs skiptir mig miklu máli, ég æfi því minna þær vikur sem dætur mínar eru hjá mér.

4)     Hvað er það við hlaupin sem heilla?

Arnar: Það er svo ótrúlega margt. Í rauninni svo margt að Hlaupabókin endaði í rúmlega 400 blaðsíðum. Annars gefa hlaupin manni allt sem góð hreyfing ætti að hafa. Félagsskap, lífsgleði, tíma með sjálfum sér, einföld í ástundun og svo sparar þetta tíma því þú getur skipulagt heilu dagana í einum 30 mínútna rólegum skokk túr.

Þórólfur: Það er svo margt, um helgar er svo gott að byrja daginn á hlaupi, hreyfingin gefur manni orku fyrir daginn.  Hlaupin eru líka svo góð leið til að bæta líkamlega og andlega heilsu, það eru ófá vandamálin sem maður getur leyst á hlaupum eða fengið góðar hugmyndir.  Svo er gaman að taka æfingu með félögunum. Ég bý stutt frá Elliðarárdalnum og finnst mjög róandi að fara þangað að hlaupa í hólmanum.

5)     Hvaða ráðleggingar hafi þið til þeirra sem eru að byrja að hlaupa?

Arnar: Byrjaðu! Fyrstu skrefin eru stundum erfið en þegar við erum komin af stað er það eins og að hlaupa niður í móti með vindi. Þrjú ráð til að ýta undir að við höldum áfram er svo að: Setja íslandsmet í að hlaupa hægt, settu þér markmið og fáðu fólk með þér. Þetta mun gefa þér gleði og viljann til að halda áfram. Svo áður en þú veist af verða hlaupin ómissandi hluti af lífinu.

Þórólfur: Byrja rólega, taka sér nægan tíma í að byggja upp grunninn, ekki æða af stað í að stefna á maraþon bara af því að einhver annar er að fara í maraþon.  Setja sér markmið, bæði skammtíma og langtíma. Svo er gott að finna hlaupahóp til að veita manni aðhald og félagsskap. En fyrst og fremst á þetta að vera gaman, sama hvaða hreyfing það er, það er lykillinn að maður haldi áfram að stunda hreyfinguna.

6)     Hvaða bætiefni hafa verið að hjálpa ykkur við hlaupin?

Arnar: Eitt af því sem skiptir mig miklu máli er hvernig ég hámarka líkurnar á árangri og lágmarka líkurnar á meiðslum. Þegar ég tala um árangur er það ekki bara að bæta maraþon tímann minn. Árangur er líka bara það að geta farið út að hlaupa. Að geta sagt já þegar einhver biður þig um að koma í fjallgöngu og að hafa tækifæri á að taka þátt í hlaupum. Árangur nær yfir allt frá því að líða vel yfir í það að bæta sig. Fæðubótarefni koma þarna sterk inn því þau ýta undir að ég geti náð árangri á meðan ég minnka líkur á áföllum eða meiðslum. Þau fæðubótarefni frá NOW sem ég mæli með fyrir alla hlaupara eru B-12 ultra, Iron Complex, D-vítamín, Omega-3 og svo Green PhytoFoods duftið. Það er algengt að hlauparar séu lágir í járni og svo skín sólin ekki jafn mikið og við vildum hér á Íslandi og þess vegna er D-vítamínið mjög gott. Green PhytoFoods getur svo hjálpað til við að gefa okkur næringarefnin sem er að finna í plöntum. Það er gott að muna að við getum aldrei borðað of mikið af grænmeti og þess vegna er Green PhytoFoods alltaf partur af mínum degi.

Þórólfur: Ég nota NOW bætiefni til viðbótar við holla fæðu og góðan svefn, til að ná árangri.  Green PhytoFoods duftið út í safa er uppáhalds blandan mín á morgnana, til viðbótar tek ég Ultra B-12, Astaxanthin, Omega-3 og Full Spectrum Minerals Caps.  Á æfingum og fyrir keppnir tek ég NOW BCCA Big 6 og blanda því út í vatn. Ég tek líka Beet Root Powder fyrir allar keppnir. Svo set ég NOW Magnesíum sprey á þreytta vöðva eftir æfingar, það hjálpar mér að slaka á og við fótaóeirð.

8)     Hvernig er fyrirmyndarmataræði hlauparans?

Arnar: Fjölbreytt, næringarríkt og óunnið. Við viljum forðast djúpsteikingarpottinn og innri hluta matvöruverslana. Það er ekki gott að ganga meðfram veggjum í gegnum lífið en það er frábært að gera það í matvöruverslunum. Því nær miðjunni sem við förum því unnari er matvaran.

Þórólfur:  Til þess að geta æft vel og náð árangri þá þarf að huga vel að svefni og næringu.  Næringin er mjög einstaklingsbundin hvað hentar hverjum. Ef ég ætti að ráðleggja varðandi næringu þá er það að neyta fjölbreyttrar fæðu og halda orkustigi líkamans í jafnvægi.  Svo er mjög mikilvægt að vera búin(n) að æfa vel hvaða fæðu maður borðar dagana fyrir stórar keppnir. Þegar ég fer í keppnisferðir erlendis gisti ég á airbnb til að geta haldið rútínunni minni í fæðu óbreyttri frá því sem ég geri heima fyrir.

9)     Hver eru ykkar markmið?

Arnar: Mitt markmið hefur alltaf verið það sama: Að hafa gaman af þessu. Þá er bara að átta sig á því hvað manni finnst gaman. Í mínu tilviki er það að afreka og að gefa af mér sem hefur veitt mér hvað mesta ánægju. Þess vegna er stóra markmiðið að komast á Ólympíuleikana og að slá Íslandsmetið í maraþoni og þess vegna hef ég gefið út Hlaupabókina og verið duglegur að aðstoða fólk með hlaupaþjálfun. 

Þórólfur: Ég ætla að bæta við mig aldursflokka Íslandsmetum í 40-44 ára flokknum á næstu eina og hálfa árið.  Ég á besta tíma í sex greinum í mínum aldursflokki nú þegar. Ég stefni líka að því að komast á verðlaunapall á stórmóti öldunga á næstu árum t.d. EM öldunga.

10)  Hvað er framundan hjá ykkur?

Arnar: Ég verð allan janúar í æfingabúðum í Kenía og svo er stefnan að reyna við Íslandsmetið í maraþoni 5. apríl í Rotterdam maraþoninu. Á meðan verð ég á fullu í hlaupaþjálfun fyrir aðra og svo er ég að þróa hlaupa smáforrit sem mun koma á markaðinn á næsta ári. Þetta er ný tækni til að meta hlaupagetuna og ég er rosalega spenntur fyrir. Held þetta gæti orðið nýtt æði þar sem allir byrja að tala um sitt Runscore en meira um það síðar.

Þórólfur: Næsta stóra keppni hjá mér er Frankfurt maraþon í október 2020.  Svo er ég heitur fyrir HM öldunga í Kanada sumarið 2021. En svo keppi ég mikið hér heima og nota keppnir sem æfingar.

NÝLEGT