Search
Close this search box.
Hver er besti hlaupafélagi þinn?

Hver er besti hlaupafélagi þinn?

Nike Ultrafly Trail Racing hlaupaskórinn er nýlentur í H verslun.

Hlaupasumarið er skollið á með ljúfu veðri og skemmtilegum hlaupum víðs vegar um landið sem hægt er að taka þátt í og njóta í senn landsins og heilbrigðrar samveru. Þegar kemur að hvers kyns hlaupum er fátt mikilvægara en að vanda valið vel þegar kemur að sjálfum hlaupaskónum.

Í H verslun má finna hlaupaskó fyrir bæði styttri og lengri hlaup, sem og fyrir hlaup utanvegar. Meðfylgjandi er aðeins brot af þeim skóm sem í boði eru fyrir þá sem ætla að vera á hlaupum í sumar.

Trail útgáfa af vinsælasta hlaupaskónum frá Nike. Pegasus trail Gore-Tex sem sameinar allt sem góður utanvegaskór þarf að hafa. Sterk og vatnsheld yfirbygging, gott grip og dempun. Fjölhæfur skór sem hentar jafnt í hlaup og í léttar göngur.

 • Miðsólinn er með Nike REACT dempun sem veitir hámarks dempun í hverju skrefi auk þess sem efnið myndar orku í frástigið
 • Sólinn undir skónum er grófari en á venjulegum Pegasus sem veitir betra grip þegar skórinn er notaður utanvegar eða í snjó og bleytu
 • Yfirbyggingin er sérstaklega styrkt til að vernda skóinn fyrir álagi og hnjaski í grófum aðstæðum
 • Gore-Tex vatnsheld filma sem veitir vernd í blautum aðstæðum
 • Drop: 9.5 mm

Skoðaðu vöruna hér

Structure skórinn hefur þjónað hlaupurum í langan tíma. Skór sem þú getur notað daglega og er traustur, stöðugur og mjúkur. Hann er hannaður fyrir þá sem vilja stöðuleika við niðurstig og áræðanleika í hverju skrefi.

 • Air Zoom Structure er með Zoom Air loftpúða undir tábergi sem veitir dempun og mýkt. Í hverju skrefi myndir loftpúðinn orku í niðurstigi sem hjálpar við frástigið. Millisólinn er úr mjúku „foam“ efni sem eykur en fremur á mýkt og þægindi.
 • Skórinn er hannaður fyrir þá sem vilja stöðuleika við niðurstig og áræðanleika í hverju skrefi.
 • Air Zoom Structure 25 er hannaður með meiri „foam“ efni heldur en áður.
 • Bólstruð og mjúk tunga og hælkappi.
 • Drop: 10 mm

Skoðaðu vöruna hér

ZoomX skórinn sem hefur farið sigurför um heiminn.

 • Nike ZoomX foam í miðsóla sem veitir lang besta orkuflutninginn sem Nike bíður uppá.
 • ZoomX foam-ið er það mýksta og gefur þér mesta orku til baka í frástiginu.
 • Létt möskvaefni í yfirbygginginu sem veitir góða öndun ásamt því að vera létt og fljótþornandi.
 • Carbon plata er undir öllum sólanum sem kemur í veg fyrir orkutap þegar tábergið beygjist í hverju skrefi og veitir aukinn drifkraft í frástig.
 • Breiðara svæði við tábergi veitir aukin þægindi þegar fóturinn þrútnar á lengri hlaupum.
 • Sérstakar langsöm rákir í sóla veita aukið grip á misjöfnu undirlagi
 • Bólstruð tunga eykur þægindi og minnkar þrýsting frá reimum.
 • Sérhannaður stuðningspúði í hælkappa sem mótast að hásin og hæl og veitir meira öryggi í skónum.
 • Styrking á tábergi fyrir aukna endingu gegn sliti.
 • Drop: 8 mm.

Skoðaðu vöruna hér

NÝLEGT