Holl og bragðgóð gulrótarkaka

Holl og bragðgóð gulrótarkaka

Þessi uppskrift kemur frá Írisi Blöndahl en hér er um að ræða einstaklega bragðgóða gulrótarköku í hollari kantinum (smá flórsykur sleppur af og til!).

Botn

 • 250gr saxaðar döðlur frá Himneskri Hollustu
 • 300ml vatn
 • 3 Egg
 • 6 meðalstórar gulrætur, rifnar
 • 1 dl spelt frá Himneskri Hollustu
 • 1 tsk kanill frá Himneskri Hollustu
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 msk vanilludropar
 • 1 dl kókos frá Himneskri Hollustu
 • 2 dl möndlur/kashjúhnetur/pekanhnetur
 • 1 dl kókosolía frá Himneskri Hollustu

Krem

 • 400 gr rjómaostur
 • 2 dl flórsykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 msk hunang

Aðferð

1. Hitið ofn á 170 gráður

2. Sjóðið vatn og döðlur saman og hrærið í með gaffli þar til það þykknar og blandast saman.

3. Þeytið egg vel og blandið öllum hráefnum saman

4. Setjið í form með bökunarpappír í botn – venjulegt hringlaga smelluform passar vel.

5. Bakið í 50 mín

6. Kælið kökuna og búið til krem.

7. Hræriið saman flórsykri, vanilludropum, rjómaost og hunangi og smyrjið yfir kökuna þegar hún er orðin köld. 

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT