Holl og bragðgóð gulrótarkaka

Holl og bragðgóð gulrótarkaka

Þessi uppskrift kemur frá Írisi Blöndahl en hér er um að ræða einstaklega bragðgóða gulrótarköku í hollari kantinum (smá flórsykur sleppur af og til!).

Botn

  • 250gr saxaðar döðlur frá Himneskri Hollustu
  • 300ml vatn
  • 3 Egg
  • 6 meðalstórar gulrætur, rifnar
  • 1 dl spelt frá Himneskri Hollustu
  • 1 tsk kanill frá Himneskri Hollustu
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 msk vanilludropar
  • 1 dl kókos frá Himneskri Hollustu
  • 2 dl möndlur/kashjúhnetur/pekanhnetur
  • 1 dl kókosolía frá Himneskri Hollustu

Krem

  • 400 gr rjómaostur
  • 2 dl flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 msk hunang

Aðferð

1. Hitið ofn á 170 gráður

2. Sjóðið vatn og döðlur saman og hrærið í með gaffli þar til það þykknar og blandast saman.

3. Þeytið egg vel og blandið öllum hráefnum saman

4. Setjið í form með bökunarpappír í botn – venjulegt hringlaga smelluform passar vel.

5. Bakið í 50 mín

6. Kælið kökuna og búið til krem.

7. Hræriið saman flórsykri, vanilludropum, rjómaost og hunangi og smyrjið yfir kökuna þegar hún er orðin köld. 

NÝLEGT