Innihald fyrir 42 smákökur:
1 bolli mjúkt smjör
1 og ½ bolli hrásykur frá Himneskri Hollustu
2 egg
2 tsk vanilludropar
1 og ¼ bolli spelt hveiti frá Himneskri Hollustu
½ tsk lyftiduft
1 tsk salt
3 bollar haframjöl frá Himneskri Hollustu
1 bolli 75% súkkulaði frá Naturata (sykurminna súkkulaði), gróft saxað
Aðferð:
1. Setjið ofninn á 165°C.
2. Þeytið saman smjörið og sykurinn í stórri skál. Setjið eitt egg í einu saman við og vanilluna.
3. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í annarri skál með sleif.
4. Bætið þurrefnunum við smjörblönduna og þeytið þar til allt hefur blandast vel saman.
5. Setjið hafrana og súkkulaðið saman við blönduna og hrærið allt saman með sleif.
6. Notið tvær matskeiðar eða ísskeið til að gera kúlur. Setjið kúlurnar á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í ofninum í 12 mínútur.
7. Leyfið kökunum að kólna á plötunni í 5 mínútur. Takið þær af plötunni, setjið á grind og leyfið að kólna alveg.