Uppskiftin sem ég nota fyrir hafraklatta er mjög einföld og það er ekkert mál að skipta einhverju sem maður á ekki til eða vill ekki hafa í sínum klöttum út fyrir eitthvað annað. Ég ætla að deila með ykkur uppskiftinni og aðferð hér fyrir neðan.
Uppskrift:
-2 egg
-2 bananar
-130 gr haframjöl (50 gr grófir 70 gr fínir)
-1 skeið súkkulaði prótein
-8-10 döðlur (saxaðar)
-Kanill (eftir smekk)
-Vanilla (duft eða dropar, eftir smekk)
-Hnetusmjör (eftir smekk)
-1 tsk lyftiduft
-1/2 dl létt AB mjólk
Aðferð:
1. Stappa saman banana og eggjum.
2. Setja hafrana útí.
3. Setja próteinið útí og hræra vel .
4. Kanill, lyftiduft, vanilla og hnetusmjör sett útí og blandað vel saman.
5. AB mjók og döðlur sett útí.
6. Baka í 18 mín á 180 gráðum.
Þessi uppskrift er bara grunnurinn og svo er hægt að bæta því sem maður vill útí. Um daginn prófaði ég að skera próteinstykki í bita og setja úti og mér fannst það heppnast mjög vel.
Ég geri klattana mjög stóra svo að 1-2 klattar séu alveg nóg sem millimál en það er líka snilld að fá sér þá í morgunmat. Mæli með því að hita þá smá og borða með kaldri mjólk, það er alveg klikkaðslega gott.