Search
Close this search box.
Hollir og bragðgóðir morgunklattar

Hollir og bragðgóðir morgunklattar

Þessir bragðgóðu morgunklattar eru fullkomnir fyrir þá sem vilja hollan og saðsaman morgunverð. Þeir eru ketó vænir og henta því einnig vel fyrir fólk sem er á ketó eða lágkolvetna mataræði.

Innihald:

  • 80 g sýrður rjómi 36%
  • 1 msk HUSK
  • 10 g kókoshveiti, um 1 kúfuð tsk
  • 1 egg
  • salt og pipar
  • 1 tsk sæta og nokkrir dropar vanilla ef þið viljið, má sleppa

Aðferð:

  • Hrærið innihaldinu saman í skál látið deigið standa í 1-2 mín
  • Hitið pönnu með avocado olíu eða smjöri og steikið 4 lummur.
  • Þessar eru góðar bæði heitar og kaldar.

Aðrar ketó uppskriftir

Kíktu á aðrar ketó uppskriftir hér inn á H Magasín, nánar tiltekið hér.

NÝLEGT