Hollir og einstaklega góðir múslíbitar

Hollir og einstaklega góðir múslíbitar

Hér höfum við einstaklega góða múslíbita. Þeir minna óneytanlega á rice krispies kökurnar sem við flest öll þekkjum, nema talsvert hollari og henta því vel sem millimál, í nesti eða sem hollt nammi.

Þeir eru afar einfaldir að gera, maður smellir möndlusmjöri, agave sírópi, kókosolíu og dökku súkkulaði í skál, blandar saman. Smellir svo múslí út í og hrærið, útbýr kökur og smellir í frystinn. Þá eru þessir dásamlegu múslíbitar tilbúnir.

  • 150 g möndlusmjör frá Muna
  • 2 msk agave síróp frá Muna
  • 40 g kókosolía frá Muna
  • 150 g dökkt súkkulaði
  • 250 g haframúslí með eplum og kanil frá Muna
  • Sjávarsalt

Aðferð:

  1. Bræðið kókosolíu og dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.
  2. Blandið saman möndlusmjöri, agave sírópi, kókosolíunni og súkkulaðinu í skál.
  3. Bætið út í múslíinu út í og hrærið þar til allt hefur samlagast.
  4. Setjið smjörpappír á disk eða ofnskúffu (ef hún kemst í frystinn) og útbúið kökur úr 2 tsk af deigi og setjið á smjörpappírinn, setjið í frystinn í amk klst eða þar til kökurnar hafa stirðnað. Sáldrið örlitlu sjávarsalti yfir.
  5. Kökurnar geymast vel í ísskáp eða frysti.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá þætti mér svo vænt um að heyra frá þér! Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og merktu mig á Instagram @Lindaben

Fylgistu með á Instagram!

Fylgstu með á Tiktok!

Njótið vel!

Ykkar

NÝLEGT