Það jafnast ekkert á við gott múslí í morgunsárið eða sem millimál yfir daginn. Múslí er gott eitt og sér, út á jógúrtið, grísku jógúrtina eða grautinn, svo fátt eitt sé nefnt.
Múslí kemur hins vegar í alls kyns útgáfum. Fyrir þá sem huga að hollustunni er hægt að gera einkar bragðgott múslí, stútfullt af meinhollum innihaldsefnum. Við fengum því Írisi Blöndahl til þess að henda í eina slíka uppskrift og deila með lesendum okkar hér á H Magasín.
Neðangreind uppskrift tikkar í öll boxin og hentar öllum þeim sælkerum sem huga að heilsunni en vilja jafnframt gera vel við bragðlaukana.
Takk Íris!
Innihald:
- 2 bananar
- 4 dl hafrar frá Himneskri Hollustu
- 1 dl möndlur frá Himneskri Hollustu
- 1 dl kashjúhnetur frá Himneskri Hollustu
- 1 dl pekanhnetur frá Himneskri Hollustu
- 1 dl sólblómafræ frá Himneskri Hollustu
- 1 dl graskersfræ frá Himneskri Hollustu
- 1 dl kókoslögur frá Himneskri Hollustu


Aðferð:
Kremjið banana og skerið gróflega döðlur, pekanhnetur, möndlur og kashjúhnetur.
Blandið öllu vel saman.
Dreifið þessu á bökunarpappír sem lagður er á bökunarplötu.
Eldið í ofni við 190 gráður í 20 mín.
Fylgist vel með og hrærið af og til.
Takið út áður en 20 mín líða ef það er farið að brúnast vel.

