Search
Close this search box.
Hollur Lágkolvetna Bleikjuborgari

Hollur Lágkolvetna Bleikjuborgari

Höfundur: Dísa Dungal

Fiskur er eitthvað sem Íslendingar kunna vel að meta enda veitir ekki af að bæta D-vítamín inntöku okkar í skammdeginu. Ég allavega finn mikið fyrir aukinni löngun í fisk þegar dagarnir fara að styttast, en D-vítamín er eitthvað sem finna má hvað mest af í feitum fiski líkt og bleikju [1].

Öll hráefnin í þessari uppskrift ættir þú að finna í næstu matvöruverslun. Áður en þú byrjar skaltu hita ofninn á 200°C og fara í fyrsta skrefið.

Hér er listi yfir allt sem þú þarft í þennan dásamlega borgara:
Hráefni 1 – Borgarinn:
Lágkolvetna bollur frá Gæða bakstri
Bleikja
Egg (val)
Tómatur
Sveppir
Kál/spínat
Grænar ólífur

Hráefni 2 – Dressing
AIOT Hafra rjómi
Eitt hvítlauksrif
Rósmarín
Estragon
Oregano
Dill
Salt
Fersk sítróna

1. Hvítlauks-Hafra Dressing

Tími 4 mín

  1. Fyrsta skrefið er að útbúa dressinguna fyrir fiskinn. Grunnurinn fyrir hana er hafrarjóminn frá AITO sem þú setur í litla skál eða bolla og blandar með kryddjurtunum úr hráefnalistanum.
  2. Gott er að láta hvítlaukinn og kryddjurtirnar liggja í rjómanum í nokkrar mínútur. þegar þessu hefur verið blandað saman er gott að hræra nokkrum sítrónudropum saman við (10-15 dropar) og mun þá rjóminn lyfta sér vel.

2. Bleikjan

12 mín

Notaðu helminginn af hafrarjóma blöndunni sem dressingu á bleikjuna. Settu fiskinn í álpappír og smyrðu rjómadressingunni yfir hann allan. Passaðu að setja álpappírinn vel utan um fiskinn svo hann loki hann nokkurn veginn inni án þess að hann snerti efra lagið. Með því að elda fiskinn í lokuðum álpappír flýtir þú eldurnarferlinu til muna. Ég skar niður sveppina og setti þá í ofninn í eldföstu móti ásamt fiskinum og spældi egg á pönnu á miðlungs hita á meðan ég beið eftir fiskinum, en það má sleppa því.

Eftir 10 mínútur í ofninum ætti fiskurinn að vera tilbúinn!

3.Borgarinn

4 mín

Á meðan að ég beið eftir sveppunum og bleikjunni smurði ég afganginum af hvítlauks dressingunni á brauðin í stað þess að nota sósu. Ég ákvað að hafa bolluna opna í stað þess að loka henni og bætti þar ofan á lambhaga káli, tómötum og ólífum. Síðan koma sveppirnir og fiskurinn á brauðin þegar fiskurinn er fulleldaður. Að lokum toppaði ég með spældum eggjum. En auðvitað getið þið notað það meðlæti sem þið viljið.

Verði ykkur að góðu!

Instagram: https://www.instagram.com/disadungal/

Heimasíða: https://www.topp.is/

Hér má finna aðrar gómsætar uppskriftir

Heimildir:


Magnús Jóhannsson. „Í hvaða fæðutegundum er D-vítamín?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2008. Sótt 12. nóvember 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=23536

NÝLEGT