Hollur matur fyrir alla fjölskylduna

Hollur matur fyrir alla fjölskylduna

 

Ég er mikill fastagestur því ég veit að í hvert skipti fæ ég góða þjónustu og vel útilátinn mat fyrir rétt verð. Ég er ekkert að ýkja það þegar ég segi að ég fæ í öll skiptin það sem ég bjóst við að fá, bragðgóðan og hollan mat, góðar skammtastærðir og frábæra þjónustu. XO er með fjölbreyttan matseðil sem hentar allri fjölskyldunni allt frá veglegu kjúklingasalati, nautasalati, núðlusúpum, kjúklingavefjum, döner í nokkrum útgáfum og einnig flatbökur sem eru nokkrar á matseðli hjá þeim. Það sem heillar mig mest hjá þeim eru góð hráefni, enginn sykur eða hvítt hveiti. Botninn á pizzunum er heilkorna súrdeigs botn og sósan þeirra er sykurlaus. 

Screen-Shot-2018-02-25-at-19.25.01_1519659576348

Ef þið eruð að velta fyrir ykkur vikunni hvað skal hafa í matinn þá mæli ég með nokkrum réttum hjá XO sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Hinn hefðbundni Tandori kjúklingur sem er með mjúkri sætri kartöflu og hýðisgrjónum borin fram með sykurlausri jógúrtsósu. XO jungle sem er stútfullur af hollum næringrefnum – kjúklingaréttur í karrý kókos sósu. Í skálinni eru strengjabaunir, sveppir, kasjúhnetur og hýðisgrjón. Sósan er gerð úr kókosmjólk og í henni er einnig túrmerik sem er einstaklega hollt. Túrmerik vinnur á bólgum í líkamanum og er einnig hreinsandi. Uppáhalds bakan mín hjá þeim er Italiano sem er kjúklingabaka með parmaskinku, parmesan og hvítlauks og basil olíu. Þessi baka fær 10 stig frá mér í hvert skipti sem ég kem, stökkur súrdeigsbotn og sykurlaus flatbökusósa. Humarbakan hjá þeim er einnig í miklu uppáhaldi, hvítlaukskryddaður humar, hvítlaukskrem, flatbökusósa, sveppir og ostur. Fyrir þá sem elska humar og hvítlauk er þessi baka málið. 

Screen-Shot-2018-02-25-at-19.26.04

Gerum vel við okkur og gerum það vel með því að hugsa hvað við setjum ofan í okkur. 

Hollari kostur – Betri líkami 

*Þessi færsla er unnin í samstarfi við XO

 

Karitas Óskars

NÝLEGT