Gló
Það þarf varla að kynna ykkur fyrir Gló en hins vegar vita kannski ekki allir af nýja matseðlinum sem er á öllum stöðunum nema í Fákafeni (en í Fákafeni er Brauð&Co þannig ég veit, mjög erfitt að velja á milli hehe). Það var virkilega sterkur leikur hjá þeim að breyta matseðlinum en það eru allskonar skemmtilegar viðbætur eins og:
- grænmetisnúðlur,
- súrdeigsbrauð frá Brauð&Co með súpunni,
- sætar kartöflur (s.s. ekki blandað saman við gulrætur og grasker heldur bara sætar sem ég er MJÖG ánægð með),
- falafel bolur,
- vegan tzatiki sósa,
- indverskt linsubauna dahl,
- mexíkó vefja (namm!) og margt fleira góðgæti.
Síðan er kaffið á Gló eiginlega uppáhaldskaffið mitt og Snickers hrákakan þeirra er út úr þessum heimi, þvílíkt kombó! Gló er með allskonar yummie skálar á matseðlinum hjá sér en mín uppáhalds í augnablikinu er Sportskálin en ég fæ mér grænmetisnúðlur í staðinn fyrir heilhveitipasta og bið alltaf um extra pestó.
Ég fæ mér oftast: Sportskál með grænmetisnúðlum í staðinn fyrir heilhveitipasta og auka pestó.
Krúska á Suðurlandsbraut
Ég prufaði þennan stað í fyrsta skipti fyrir sirka ári síðan og ég er að segja ykkur það …. besti hummus í bænum OG eins mikið af honum og þú vilt með öllum keyptum réttum.
Þau setja alltaf matseðill inn á Facebook fyrir hvern dag en hann inniheldur alltaf kjúkling, fisk, vegan pottrétt, salöt, vefjur, eggjaböku, súpu og fleira gúmmelaði. Aðal dæmið er samt klárlega hummusinn .. þú bara verður að smakka hann og súrdeigsbrauðið þeirra. Algjör veisla og erfitt að borða sig ekki sadda af honum áður en maturinn kemur. Hægt er að borða á staðnum eða taka með sér heim.
Ég fæ mér oftast: Vegan pottréttinn, fiskinn eða súpuna með salati og fullt, fullt af hummus og brauði.
Local
Ég reyni að borða eins mikið af grænmeti á hverjum degi og ég mögulega get. Þegar ég var yngri þá borðaði á nánast ekki neitt grænmeti en mér líður ótrúlega vel af grænmetisfæði í dag. Að fá sér djúsí salat sem er súper hollt en samt gott er bara draumur. Local er með mjög fjölbreytt úrval í borðinu og mér finnst skemmtilegast og best að búa til mitt eigið salat.
Ég fæ mér oftast: Lítið salat með spínatgrunni, kínóa, grænmetisbuffi, feta osti, sætum kartöflum, jarðaberjum, avocado, grænum ólívum, rauðrófum og smááá pestó dressingu (sleppi stundum dressingunni og læt bara blanda salatinu vel saman, fæ olíu úr feta ostinum og ólívunum).
Það er virkilega skemmtilegt að segja frá því að ég mun hanna salat apríl mánaðar fyrir Local og tilraunarstarfsemin er í fullum gangi núna! Hlakka mikið til að segja ykkur betur frá því og kynna salatið fyrir ykkur!
Joe & the juice
Joe tók frekar nýlega í gegn matseðilinn sinn og bætti inn skemmtilegum nýjungum eins og vegan próteinsjeik með súkkulaðibragði og chili skoti. Ég prufaði chili skotið um daginn og vá hvað það er sjúklega gott en það inniheldur epli, chili og sítrónu.
Mér finnst frábært að geta gripið mér kaffi á Joe á meðan ég er að þjálfa í Laugum og síðan hádegismat þegar ég er búin en staðurinn (sem ég fer oftast á) er við innganginn í World Class Laugum.
Ég fæ mér oftast:
- Kaffi: Miðstærð af americano með flóaðri soja mjólk.
- Skot: Þau eru öll góð – engifer, túrmerik og chili skotið en mæli með að prufa chili!
- Djús: Joe’s Roots (rauðrófa, gulrót, engifer) og bæti við spínati, sítrónusafa og einu epli.
- Samloka: Tunacado (túnfisksalat, avocado, tómatar, pestó) + jalapeno til að fá smá kikk. Ég bið oft bara um helminginn af brauðinu og þá er þetta meira eins og krönsí hrökkbrauð með djúsí áleggi = minna brauð en maður fær allt gúmmelaðið.
Serrano
Alltaf klassískt, alltaf gott einhvernveginn. Eftir að ég prufaði að setja fetaost á burrito-inn þá breytti það leiknum. Núna er líka hægt að fá tofu eða falafel sem er virkilega kærkomin viðbót.
Ég fæ mér oftast: Heilhveiti burrito með 1/2 skammt af grjónum, tofu, pinto, svörtum baunum, maís, mildri og medium salsa, feta osti og káli. Stundum guaco og þá sleppi ég feta. Síðan fæ ég mér oft barna burrito ef ég er ekki mjög svöng og þá fær maður grjón + 4 hluti úr borði og það kostar minna.
Salatbarinn á Kryddlegnum hjörtum
Það er reyndar svolítið langt síðan ég fór síðast en þessi salatbar er algjör snilld. Hann er reyndar alltaf eins (eða var það allavegana) en hann er mega næs. Þrjár eða fjórar mismunandi súpur, allskonar grænmeti, 2-3 baunamix með einhverjum næs kryddum, hummus, brauð, smjör og meira næs. Hægt að taka með sér heim í box bæði súpu og salat eða borða á staðnum.
Takk kærlega fyrir lesturinn! Sjáumst á Instagram – @indianajohanns