Houdini býður til göngu

Houdini býður til göngu

Fjórða og síðasta ganga Houdini gönguraðarinnar fer fram miðvikudaginn 8. september næstkomand.

Fjallastelpurnar þær Annar Kristín Sigurpálsdóttir og Helga Finnsdóttir hafa nú þegar leitt þrjár glæsilegar göngur í kringum höfuðborgarsvæðið þetta sumarið og er óhætt að segja að þátttakan hafi verið framar vonum. Síðasta ganga raðarinnar er ekki af verri endanum þar sem gengið verður upp með Glym, hæsta fossi landsins en gangan upp með honum er einstaklega fögur. „Við leggjum bílunum á bílastæði innst í Botnsdal og hvetjum fólk eindregið til þess að sameinast í bíla. Við hittumst kl.17:30 og göngum af stað kl.18:00.“

Athugið að það er smá vað efst, gott að koma með vaðskó eða bara lítið handklæði. „Okkar leið liggur frá bílastæðinu inn að Botnsá þar sem við fetum okkur fyrst niður í gegn um helli niður að Botnsánni. Þar förum við yfir á trjábol sem hafður er þarna á sumrin. Stígurinn liggur svo upp með ánni. Gengið verður upp með fossinum hægra megin, á mörgum stöðum á leiðinni er tilvalið að stoppa, njóta fegurðarinnar og taka myndir. Efst er nokkuð laust á sumum stöðum en þar eru reipi til stuðnings. Náttúrufegurðin við Glym er einstök og gangan mikil upplifun. Þegar efst er komið höldum við upp fyrir fossinn, vöðum yfir ánna á góðum stað og göngum svo niður að bílastæði aftur,“ segja þær Anna Kristín og Helga um gönguna.

Gangan er í boði Houdini og er því að kostnaðarlausu. Allir sem taka þátt fá glaðning. Þátttakendur sem skrá sig og taka þátt fara í pott og dregnir verða út vinningar frá Houdini eftir hverja göngu. Í lok sumars fara þeir sem taka þátt í öllum fjórum göngunum í pott og eiga von á stórum vinning í formi inneignar í H Verslun.

Hlökkum til að ganga með þér.

Sjá nánar hér: (1) Houdini fjallgönguröð með fjallastelpunum Önnu og Helgu – Ganga 4 | Facebook

Skráning hér: HOUDINI fjallgönguröð með fjallastelpunum Önnu og Helgu (google.com)

NÝLEGT