Houdini fyrir börnin

Houdini fyrir börnin

Houdini er sænskt útivistarmerki stofnað árið 1993. Fyrirtækið framleiðir gæða fatnað fyrir útivist, hreyfingu og lífsstíl, allt frá ullarfatnaði upp í tæknilegar skeljar og úlpur. Framsækni og nýsköpun eru lykilatriði í hönnun útvistarfatnaðar Houdini. Hjá fyrirtækinu er unnið streitulaust að því að hámarka eiginleika fatnaðarins og bjóða upp á tæknilegar og fallegar flíkur í hæsta gæðaflokki. Fyrirtækið sker sig úr flóru útvistarmerkja því það framfylgir afar strangri umhverfisstefnu. Markmið Houdini er að gera enn betur og minnka vistspor hverrar flíkur. Rýnt er í hvert einasta smáatriði í framleiðslu og flutningi varanna til að valda minnsta mögulega raski. Yfirlýst markmið Houdini er að verða 100% sjálfbært fyrirtæki.

En það eru ekki allir sem vita að Houdini framleiðir ekki einungis fatnað fyrir fullorðna heldur einnig fyrir börn. Hér á landi er t.d. hægt að fá flíspeysur, nokkrar tegundir af húfum, ullarfatnað og flísbuxur í stærðum 80 – 160 ásamt heilgöllum á minnstu krílin. Litirnir eru fallegir og fötin einstaklega þægileg þar sem MTM eða made to move aðferðin er notuð við framleiðslu fatnaðarins frá Houdini. Það þýðir að fötin eru hönnuð eftir hreyfigetu líkamans og hönnunarferlið fer fram á hreyfingu.

Við framleiðslu og hönnun barnafatnaðarins er stuðst við sömu gæði og sama athygli sett í öll smáatriði líkt og í fatnaðinum fyrir fullorðna, eini munurinn er að þau eru í minni stærðum. Vörurnar frá Houdini eru þróaðar til að halda á okkur jöfnu hitastigi í breytilegu veðri, þetta hentar einstaklega vel fyrir íslenskar veður aðstæður og er sérstaklega gott fyrir orkumikil börn sem eru sífellt í ævintýraleit við hinar ýmsu aðstæður.

Ein vinsælasta flíkin frá Houdini er Power Houdi flíspeysan og það ekki að ástæðulausu.

Power Houdi flíspeysurnar fyrir börnin eru hannaðar í Power Stretch frá Polartec sem er besta flísefnið á markaðnum. Efnið í peysunum er úr hreinu pólýester, sem þýðir að það sé ekki blandað saman við aðrar trefjar og er því að fullu endurvinnanlegt. Þannig getur efnið orðið að nýrri auðlind í stað þess að verða úrgangur.

Hlýtt og nánast óslítandi efnið er jafnframt fallegt, hlýtt og notalegt. Efnið er vottað Bluesign sem tryggir að engin skaðleg efni voru notuð við framleiðslu á þessum flíkum.

Ermarnar á peysunni eru í lengra lagi og gat er fyrir þumalinn, kraginn er hár sem einkennir margar flíkurnar frá Houdini, þetta veitir aukin þægindi í köldu veðri og hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Peysan virkar jafn vel á köldum skíðadegi og á svölu sumarkvöldi. Power Houdi peysurnar endast ár eftir ár og með notagildið að leiðarsljósi munu þær ganga barna á milli.

Flísbuxurnar eru úr sama gæða efni og peysurnar, þær henta vel sem innanundir buxur undir skel eða sem seinna lag yfir buxur, einnig frábærar undir pollabuxur. Þær eru tilvaldar í alla almenna útivist og dagsdaglega notkun hvort sem er á leikskólanum í skólanum eða hvaða ævintýrum sem börnin okkar lenda í. Henta vel fyrir íslenskar aðstæður allt árið um kring. Einstaklega mjúkar og hlýjar buxur sem munu endast og endast.

Heilgallinn fyrir minnstu krílin er úr Polartec Thermal Pro High Loft og endurvinnanlegum trefjum. Bæði hægt að nota hann sem galla og sem poka, hægt er að fesa í gegnum öryggisbelti í bílstól. Hægt er að loka ermum og skálmum á gallanum til að halda betri hita á litlum fingrum og tám. Dásamlega hlýr og mjúkur galli sem hentar litlu krílunum einstaklega vel.

Kids Toasty top Hat Heather er mjúk og þægileg flíshúfa úr Polartec flís með Thermal power dry sem gefur mjög góða einangrun, andar vel og þornar fljótt. Húfa sem hentar við allar aðstæður, hjólreiðar, klifur, skíði og alla almenna útivist og leiki. Houdini býður uppá nokkrar tegundir af höfuðfatnaði fyrir börn.

Ullarfatnaðurinn fyrir börnin er úr Merino ull og Tencel trefjum. Þau eru einstaklega þægileg og mjúk, valda ekki kláða og eru jafngóð í hita og kulda. Bolirnir henta einstaklega vel sem innanundir flík eða bara einir og sér. Henta sérstaklega vel fyrir íslenska veðráttu þar sem þeir anda vel, halda hita þegar börnin leika í skugga og eru ekki of heitir þegar þau leika í sólinni. Vörurnar frá Houdini fást hjá H Verslun Lynghálsi 13 og í vefverslun hverslunar.

https://www.hverslun.is/FilterSearchByManufacturer.action?manuId=60&t=1573046199519

NÝLEGT