Hráefnin sett saman í blender fyrir utan það sem þið viljið hafa sem grófast í blöndunni eins og t.d. sólblómafræin, ég hrærði þeim frekar saman við í skálinni ásamt kókosinum. Ef blandan er of þurr þá bæti ég örlítið meira af möndlumjólkinni við. Það er betra að blandan sé stíf í sér með grófum bitum. Blöndunni þjappa ég niður í hringlaga form, strái kókos yfir á toppinn og inn í frysti á meðan ég bý til súkkulaðikrem til þess að setja ofan á kökuna.
Súkkulaðikrem
1 plata súkkulaði, ég vel að nota 70% dökkt súkkulaði
2 msk Möndlumjólk til að bræða súkkulaðið
Ég bræði þetta saman í potti eða set inn í örbygljuofn í skamma stund. Þessu dreifi ég svo yfir kökuna og skreyti jafnvel með grófum bitum af súkkulaði eða kókos. Kökuna set ég inn í frysti þangað til ég ber hana fram.
Njótið vel og eigið ljúfa viku
Karitas Óskars