Search
Close this search box.
Hreinsandi Detox drykkur

Hreinsandi Detox drykkur

Langar þig að taka matarræðið í gegn eftir jólasukkið? Þá er ágætt að byrja á hreinsandi detox drykk til þess að rétta af bragðlaukana og tryggja nóg af góðum vítamínum, andoxunarefnum og steinefnum, sem kemur meltingunni og líkamsstarfseminni í rétt horf eftir allt sykur- og salt átið. Uppskriftin hér að neðan inniheldur allt þetta og meira til.

Einna helst ber að nefna hveitigrasið sem er næringarík jurt sem inniheldur áður nefnd vítamín, steinefni og andoxunarefni, sem og jurtanæringarefni og blaðgrænu. Hveitigras er þekkt fyrir hreinsandi áhrif á blóðið og er talið stuðla að losun eiturefna úr líkamanum.

Skelltu hráefnunum hér að neðan í blandarann og njóttu vel!

Innihald:

 • 1/2 bolli agúrka
 • 1 stk sellerí stilkur
 • 1/2 bolli frosið spínat
 • 1/2 bolli frosið grænkál
 • 2 msk Acacia Fiber frá NOW
 • 1/2 msk Wheat Grass duft frá NOW
 • 1 bolli kalt Green Tea Citrus frá Clipper
 • 1 msk hampolía frá Himneskri Hollustu
 • 1 skeið Collagen Peptides Powder frá NOW
 • Safi úr einni sítrónu eða lime
 • Nokkur fersk myntulauf (má sleppa)

Þessi uppskrift er úr heilsudrykkjarbæklingi Ásdísar Grasa.

Fylgstu með á Instagram: #asdisxnow

NÝLEGT