Allt sem er grænt er vænt og það á svo sannarlega við um þennan hressandi gyðju drykk. Hann er stútfullur af allskyns vítamínum, steinefnum, hollri fitu og fæðubótarefnum sem halda öllu kerfinu vel smurðu.
Það eina sem þú þarft er góðan blandara og eftirfarandi innihaldsefni:
Innihald:
- 1 skeið Plant Protein Complex vanillu frá NOW
- 2 msk Chia fræ frá Himneskri Hollustu
- 1 msk Green Phytofoods frá NOW
- 1,5 hnefi ferskt eða frosið spínat
- 1/2 stk kreist sítróna
- 1/2 stk avókadó
- 2 bollar vatn
Plant Protein Complex
Gott prótein sem er unnið úr gulertum, hampi og kínóa fræjum. Hentar grænmetisætum sem og þeim sem þola ekki mjólk, egg, og soyja. Próteinið er náttúrulegt, hreint og án allra aukaefna. Inniheldur BCAA amínósýrur.
Chia fræ frá himneskri hollustu
Chia fræin eru sannkallaður ofurmatur sem fara sérlega vel í maga. Þau eru talin ein besta plöntu uppspretta omega-3 fitusýra sem vitað er um. Þau eru rík af andoxunarefnum og próteinum, innihalda allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar, eru rík af auðmeltum trefjum og því mjög góð fyrir hægðirnar. Chia fræ eru sömuleiðis sögð geta dregið úr bólgum í meltingarvegi og fita, prótein og góðar trefjar tempra einnig blóðsykurinn. Þá innihalda þau einnig gott magn af kalki, sinki, magnesíum og járni.
Green Phytofoods frá NOW
Hér er um að ræða ofurblöndu af grænni fæðu, jurtum, trefjum og ensímum. Hún inniheldur ríkt magn vítamína og steinefna og því tilvalin fyrir fólk sem vill tryggja að það fái nægt magn mikilvægra næringarefna.
Spínat
Líkt og annað dökkgrænt grænmeti er spínat stútfullt af næringarefnum á borð við A,C og K vítamín en auk þess inniheldur spínat gott magn af járni, kalki, magnesíum, kalín og trefjum. Þannig getur spínat verið hluti af hollu og góðu matarræði og hjálpað þér að styrkja líkamann og draga úr líkum á veikindum og sjúkdómum.
Sítróna
Sítrónur og aðrir sítrusávextir eru næringarrík matvæli sem ættu að vera hluti af fjölbreyttu fæði okkar allra. C-vítamín og kalín eru lífsnauðsynleg næringarefni sem við fáum úr sítrónum.
Avókadó
Avókadó er hreint út sagt magnaður ávöxtur og nokkurskonar „ofurfæða“ ef svo má að orði komast. Í einu avókadó má finna fjöldan allan af næringarefnum sem hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi. Í rauninni ættu allir að bæta avókadó við sitt vikulega matarplan og jafnvel reyna að borða eitt avókadó á dag, 4-5 daga vikunnar. Ástæðan er sú, eins og áður segir, að ávöxtur þessi er ríkur af eiginleikum sem hjálpa okkur að bæta heilsuna og berjast við hina ýmsu heilsufarslegu kvilla og/eða sjúkdóma.
Þessi uppskrift er úr heilsudrykkjarbæklingi Ásdísar Grasa.
Fylgstu með á Instagram: #asdisxnow