Hreyfanleiki og góð stjórnun á hreyfingum er mikilvægt fyrir stoðkerfið okkar. Til þess að líkaminn geti framkvæmt stórar og kraftmiklar hreyfingar í æfingum er nauðsynlegt viðhalda góðri hreyfvídd fyrir liðina. Einhæfar hreyfingar og æfingar geta komið í veg fyrir að við nýtum vel hreyfiferilinn okkar og getum þar af leiðandi átt það til að stífna upp. Þegar við vinnum með hreyfanleika er gott að vinna inn í hreyfiferilinn í stað þess halda kyrrstöðuteygju (sem getur líka verið gott). Einnig er gott að gera einfaldar liðkandi æfingar í bland við þyngri þrekæfingar eða hlaup hvort sem er við upphitun, niðurlag og/eða einhvern tímann yfir daginn. Íþróttafólk (almenningur og keppnisfólk) er í dag farið leggja mikið upp úr því að þjálfa hreyfanleika með því að stunda jóga og hreyfiflæði samhliða sinni þjálfun.
Hér má finna 10 einfaldar æfingar til að auka hreyfanleika.
Hreyfingar fyrir aftanverð læri
Hreyfiteygja fyrir framanverð læri
Opnun fyrir beygivöðva mjaðma
Stórar hreyfingar fyrir mjaðmavöðva
Hreyfingar fyrir mjaðmir í 90/90 stöðu
Opna framan í mjöðm með því virkja rassvöðva
Opna framan í axlir með axlarskrúfu
Hreyfingar og opnun fyrir innanverð læri
Hreyfanleiki fyrir ökkla (kálfateygja) með bogin og bein hné
Hreyfingar fyrir úlnliði
Höfundur: Vaka Rögnvaldsdóttir
Íþróttafræðingur