Search
Close this search box.
Hreyfing & helgarbrunch

Hreyfing & helgarbrunch

Það er fátt betra en góður brunch í góðum félagsskap. Sjálf þykir mér oft skemmtilegra og betra að elda minn eiginn brunch og við ákvaðum því að fara heim til mín og útbúa holla og góða máltíð eftir göngu dagsins. Að þessu sinni gerðum við „smoothie skál“ toppaða með heimalöguðu múslí ásamt bönunum og berjum. Mér finnst að góður brunch verði að innihalda  “avókadó toast“ eða “hummus toast“ og vorum við með hvort tveggja að þessu sinni. Prótein pönnukökur með súkkulaði sósu voru líka á boðstólnum en allt voru þetta sykurlausir réttir og án allra dýraafurða. 

Ef við viljið fylgjast frekar með mér þá er ég á Instagram undir nafninu sigrunbirta 

Njótið það sem eftir lifir helgarinnar! 

Sigrún Birta

NÝLEGT