Fyrir hana!!
Nike Air Force 1 ’07
Þessir skór hafa verið vinsælir í svolítinn tíma og passa við allt. Þeir voru mikið í tísku fyrir nokkrum árum, svo kannski leynist eitt par inn í skáp hjá einhverjum. Fyrir þær sem eiga allt þá er þessi gjöf tilvalinn og mæli ég eindregið með þeim fyrir allar skvísur. Þeir fást í H Verslun ! Verð 15.490kr
Moss Olga sett – Buxur og peysa
Þetta sett er frá Moss. Þvílikt flott bæði sem fínt eða fyrir skólann. Mjög þægilegt enda úr flauels efni. Nike skórnir gætu náttúrulega virkað súper vel við settið. Vörurnar fást í sitt hvoru lagi og eru til í bæði kóngabláu og svörtu eins og sést hérna fyrir ofan. Fæst í Gallerí 17.
Buxurnar kosta 6.995kr og peysa 5.995kr
Fyrir hann!!
66° norður peysa – Bylur
Hin vinsæla peysa frá 66°norður. Hún er til í mörgum litum og sjúklega flott og hlý. Hentar mjög vel á köldum vetrardögum og flott undir úlpur, jakka eða jafnvel vesti. Fæst í 66°norður og kostar 24.500kr
Daniel Wellington úr
Úr eru alltaf vinsæl og hentug gjöf fyrir bæði kyn. Það ættu allir að kannast við vinsælu úrin frá Daniel Wellington. Til eru allskonar týpur og mæli ég með að skoða heimasíðuna hjá þeim, þar leynist margt flott og veglegt í jólapakkann. Úrin kosta í kringum 20.000kr og fást inn á Daniel Wellington netsíðunni , einnig í helstu búðum á Íslandi sem selja úr.
Fyrir heimilið!!
Mottur frá Dimm Verslun
Mottur hafa verið að koma sterkar inn á síðustu mánuðum, mottur gefa hlýju og eru punkturinn yfir iið á fallegu heimili. Motturnar frá Dimm verslun eru flottar og vegleg gjöf, þær henta fyrir ungt par sem er að flytja inn í sína fyrstu íbúð saman, eða bara til að poppa uppá heimili mömmu og pabba. Þær fást í allskyns litum og nokkrum stærðum. Þær kosta frá 11.990kr – 14.990kr. Motturnar fást í Dimm Verslun.
Ittala glös
Ittala er alltaf klassískt og vinsælt. Varan er algeng á íslenskum heimilum og til eru allskyns tegundir og gerðir. Ittala glösin er frábær gjöf og klárlega vara sem hægt er að safna. Glösin fást í helstu verslunum sem selja Ittala vörur, dæmi um Líf og list í Smáralind og @home Akranesi. Glösin kosta frá 4.760kr – 7.580kr
Kort af bæjarfélögum
Þessi gjöf finnst mér algjör snilld og ekkert smá falleg inn á heimilið. Við erum einmitt með svona kort af Akranesi heima hjá okkur og þetta er ekkert smá flott. Hægt er að fá myndirnar í fjórum mismunandi litum, hvítur, grár, ljós, túrkis og bleikur. Falleg og vegleg gjöf inn á heimilið. Kostar 7.980kr og fæst í Líf og list í Smáralind og @home Akranesi.
Gólflampi frá IKEA – Ranarp
Klikkaðslega flottur lampi í stofuna eða svefnherbergið. Ég ætlaði að fá mér svona inn í herbergið mitt en hann er því miður aðeins of stór í lítið herbergi. Gólflampar eru orðnir mjög vinsælir og gera mikinn svip á heimilið. Þessi fæst í IKEA. Hægt að fá í bæði svörtu og beinhvítu.
Fyrir þau!!
Óskaskrín
Óskaskrín er sniðug gjöf sem ég kynnti mér aðeins í fyrra. Með óskaskríni gefurðu upplifanir í stað hluta og sá sem fær gjöfina fær að upplifa sína uppáhalds upplifun úr fjölda freistandi möguleika sem leynast í hverju boxi. Hægt er að velja um mismunandi box með mismunandi upplifunum. Hægt er að velja á milli 9 boxa sem eru meðal annars glaðningur, námskeið, eðal dekur eða töffari. Ég hvet ykkur til þess að skoða óskaskrínið nánar inn á síðunni þeirra. Varan fæst í Pennanum Eymundsson um allt land og Hagkaup. Kostar frá 8.990kr – 34.900kr
Vona að þið getið nýtt eitthvað af þessum hugmyndum í gjöf fyrir ykkar nánasta fólk. Einnig mæli ég með að fara bara í Smáralind, Kringluna eða labba Laugarveginn og skoða. Búðirnar bjóða upp á allskyns sniðugt og oft finnur maður flotta gjöf án þess að vera búin að ákveða það fyrirfram.
Takk fyrir að lesa og megið halda áfram að fylgjast með mér á Instagram