ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Hugum að húðinni yfir veturinn

Hugum að húðinni yfir veturinn

Húðin okkar getur orðið þurr og viðkvæm þegar það kólnar í veðri sem getur ýtt undir ójafnvægi í húðinni og jafnvel húðvandamál. Því þurfum við að hlúa að húðinni okkar og næra hana vel bæði að innan sem utan og passa upp á að fá góða fitu úr fæðunni eins og laxi, avokadó, valhnetum, hörfræjum og ólífuolíu. Þar sem fitusýrur eru allri frumustarfssemi mikilvægar þá er æskilegt að taka Omega-3 olíur inn aukalega ef þið náið ekki að fá þær í nægilegu magni úr fæðunni. Sumir gætu jafnvel þurft að taka fitusýrur tvisvar á dag tímabundið yfir háveturinn ef mikill þurrkur og kláði er í húðinni til að vinna upp hugsanlegan fitusýruskort og er hægt að taka t.d. hampfræjar olíu eða hörfræ olíu til viðbótar við Omega-3 og skipta þeim yfir daginn. 

Útvortis er gott að eiga hreina kókósolíu við höndina og bera á þurra bletti reglulega en kókosolían er einstaklega feit og nærandi og smýgur vel inn í húðina. Aðrar nærandi olíur fyrir húðina eru t.a.m. möndluolía og Jojoba olía sem henta flestum húðgerðum og eru ákaflega mýkjandi fyrir húðina. Svo er hægt að leika sér sjálfur og útbúa sín eigin krem og olíur og búa til heimatilbúið krem úr náttúrulegum og lífrænum hráefnum. Ég ætla deila með ykkur uppskrift að kremi sem auðvelt er að búa til sjálfur og gaman t.d. að gefa í jóla eða tækifærisgjöf.

Vöðvaslakandi krem

Þetta æðislega krem er mjög nærandi og mýkjandi fyrir húðina og er frábært til að hjálpa líkamanum að slaka á. Berið á þreytta og spennta vöðva á kvöldin fyrir svefn. Slakið á og njótið!

Innihald:

Aðferð:

  • Hitið kókósolíu, shea butter og cocoa butter yfir vatnsbaði á lágum hita eða í örbylgjuofni þar til fljótandi.
  • Hellið í skál og látið aðeins kólna við stofuhita í u.þ.b. 20-30 mín.
  • Notið handþeytara eða setjið í blandara og látið þeytast saman og á meðan hellið rólega magnesium vökvanum út í.
  • Leyfið aðeins að standa í smá stund í skálinni og blandið þar næst ilmkjarnaolíum út í og þeytið aftur saman með handþeytara, pískara eða blandara þar til þið fáið smá ´fluffy´ rjómakennda áferð á kremið.
  • Hellið svo kreminu í hreina glerkrukku og lokið.
  • Geymið í kæli og notið eftir þörf.

Höfundur: Ásdís Grasa

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest