Search
Close this search box.

Hungur

Síðastliðið sumar átti ég erfitt með að taka fullan þátt í landsliðsverkefninu vegna meiðslanna sem gerði það að verkum að ég var í mjög lélegu standi. Þar af leiðandi er mikill léttir að þetta sé frá og nú get ég sett alla mína einbeitingu í að koma til baka eins sterkur og mögulegt er. Ég get lofað því að enginn er jafn spenntur og ég sjálfur að komast aftur á völlinn.

Það er nefnilega hægt að tína til svo margt jákvætt við það að vera meiddur ef maður temur sér þá hugsun.

Hungrið er mikið sem er frábær tilfinning og hana hefur mig vantað í þó nokkurn tíma. Það er nefnilega hægt að tína til svo margt jákvætt við það að vera meiddur ef maður temur sér þá hugsun. Það hef ég reynt eftir fremsta megni að gera í gegnum tíðina.

Tíminn frá boltanum gefur mér löngunina í að spila, æfa og vera bestur. Hann gefur líkamanum öllum góða hvíld, hausnum líka. Fjölskyldan fær meiri tíma, liðsfélagar meiri ábyrgð og spilatíma. Maður lærir að kunna meta sportið og hvað það gefur manni gríðarlega mikið. Það er ekki sjálfsagður hlutur að vera heilbrigður og fyrir það er ég þakklátur. Hlutirnir gætu alltaf verið verri.

Hungrið í sportið, samkeppnina, liðsandann, hreyfinguna, sigurvímuna, hláturinn og gráturinn kallar á mig.

Hungrið í sportið, samkeppnina, liðsandann, hreyfinguna, sigurvímuna, hláturinn og gráturinn kallar á mig. Ég hef spilað marga leiki í huganum síðustu vikurnar og hef aldrei spilað betur. Það er stutt í comeback og ég mun njóta þess að spila sem aldrei fyrr.

Greinin var skrifuð áður en Jón Arnór spilaði sinn fyrsta leik 6. janúar 2017.

Höfundur: Jón Arnór Stefánsson

NÝLEGT