Hvað á að hafa í matinn í kvöld?

Hvað á að hafa í matinn í kvöld?

IMG_1317_1517236572905

Mánudags bleikjan verður í góðri mareneringum með ferskri sítrónu hvítlauks jógúrtsósu og meðlæti

Það sem þarf í mareneringuna:

  • 2 msk olífu olía
  • Sítrónusagi úr hálfri sítrónu
  • Pressaður hvítlauksgeiri
  • Chili krydd eftir smekk
  • Blandaðar kryddjurtir t.d rósmarín, kóríander, steinselja eða basilika

Bleikjan er sett í mareneringu og inn í ískáp á meðan meðlætið er útbúið eða lengur ef tími gefst.

IMG_1312

Chili philadelphia sætkartöflumús

Sætkartafla skorin í litla bita og soðin upp úr grænmetistening. Hún er síðan stöppuð ásamt grænmetissalti og 2-4 tsk af chili philadelphia osti.

Köld jógúrt sítrónu hvítlaukssósa

  • Létt ab mjólk
  • 1-2 pressaður hvítlauksgeiri
  • 1 msk sítrónusafi
  • Kryddjurtir
  • Ferskur kóríander
  • Herbamare grænmetissalt
  • Pipar

Karitas Óskars

NÝLEGT