Að því sögðu langar mig að deila með ykkur uppskriftum frá síðustu helgi þegar við fjölskyldan grilluðum saman:
- Taco með hrásalati, marinerað oumph og guacamole
- Grillaður maís með sriracha veganaise
- Grillað grænmeti á spjóti
- Berjapæja bökuð á grilli með vegan ís
Ég horfi mikið á matarþætti bæði í sjónvarpi og á netinu og sá um daginn góða aðferð við að búa til svokallaðar taco skeljar, þ.e.a.s. lögunina með mjúkum tortilla vefjum. Ég notaði minnstu gerðina af tortillum(mini), lagði hverja og eina á milli ofngrindar eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan og bakaði í ca. 10 mínútur á 180° en með þessu náði ég að móta tiltölulega stökkar taco skeljar sem héldu sinni lögun allan tímann sem kom sér vel þegar ég bar þær fram.
Þá marineraði ég Oumph (soyakjöt) upp úr afrískri dressingu frá Naturata. Oumph-ið setti ég í poka og velti uppúr 4-5msk af dressingu og leyfði að standa til að ná fram meira bragði áður en ég bakaði það á 180° í 15 mínútur. Skeljarnar með oumph-inu ásamt hrásalati toppaði ég með bragðgóðu guacamole.
Hrásalat (Coleslaw) með spicy Veganaise
- 1 gulrót
- ¼ haus hvítkál
- ¼ rófa
- 1 rautt epli
- 1 msk veganaise original
- 2 msk sriracha sósa
- Safi úr hálfri límónu
- Salt & pipar
Maísstönglar eru frábært hráefni til að grilla. Best þykir mér að grilla þá í álpappír með einungis salti og pipar og taka þá síðan úr álpappírnum til að grilla á öllum hliðum þar til maísstöngullinn hefur fengið á sig fallegar rákir. Vörurnar frá Follow Your Heart hafa komið sterkar inn í sumar enda mjög bragðgóðar og henta vel fyrir vegan mataræði eða fyrir fólk með mjólkur- og glútenóþol. Vörurnar fást í Nettó, Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup og Melabúðinni. Sriracha Veganaise frá Follow your heart er til að mynda mjög bragðgott og fór vel með grillaða maísnum.
Kókos- og berjapæja
- 1 poki blönduð ber, 250gr
- 1 msk kókosolía(fljótandi)
- Hálfur bolli hafrar
- Hálfur bolli kókosmjöl
- 4 dropar kókosstevía frá Good Good brand
- 2 msk sweet like sugar stevíu sykur frá Good Good brand
- Gróft skornar pekan- og heslihnetur
Það eru eflaust margir að fara að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu næsta laugardag. Því er tilvalið að draga fram grillið um kvöldið og prófa þessa einföldu rétti í góðum félagsskap áður en haldið er út í menningarnóttina, ég mæli allavega með því!
- /bloggarar/tag/sigrún+birta
- /bloggarar/vegan-sunnudagsbrunch
Verði ykkur að góðu!