Search
Close this search box.
Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?

Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?

Allir foreldrar vilja eingöngu það besta fyrir börnin sín. Þegar lítið barn fæðist er efst á baugi hjá foreldrum að hugsa eins vel um það og þeim er unnt, elska það og virða. Enda er ástúð og hlýja foreldra til barna sinna það sem skiptir mestu máli til að börn þeirra þroskist og dafni vel og eðlilega.

Í dag hefur fræðslu og vitneskju um hollt og næringarríkt mataræði og ávinning af því fleygt fram. Flestir vita hvað er hollt að borða og hvað er betra að forðast, ja eða borða spari. En upplýsingar um hvaða mataræði er ákjósanlegast eru allsstaðar og mjög misvísandi. Það er auðvelt að ruglast í ríminu og detta í smáatriðin í staðinn fyrir stóru atriðin sem mestu máli skipta. 

Á þessu námskeiði ætla ég að fara yfir það sem reynslan hefur kennt mér að skipti mestu máli varðandi næringu og bætiefni fyrir börn sem eru að vaxa úr grasi. 

Fimmtudaginn 31.okt verður Ebba Guðný með námskeiðið „Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða“. Námskeiðið nýtist öllum í fjölskyldunni þar sem mataræði barna er auðvitað í grunninn það sama og fyrir fullorðna. Þar að auki er gott að nota meðbyrinn sem skapast þegar byrjað er að gefa litlu barni að borða af því allir á heimilinu eru svo innblásnir af því að reyna að vanda vel til verksins. Á þessum tímapunkti skapast grundvöllur til að taka mataræði allra í fjölskyldunni til athugunar og breyta og bæta þar sem það á við. 

Ebba Guðný

Leiðbeiningarnar á námskeiðinu eru einfaldar og settar fram þannig að foreldrar skilji af hverju mataræði og sum bætiefni skipta máli í andlegri og líkamlegri heilsu barna. 

Þegar foreldrar og börn eru vel nærð gengur allt betur af því öllum líður betur. 

Hæg er að nálgast miða á námskeiðið hér

Ebba Guðný Guðmundsdóttir
Instagram:
pureebba
Facebook:
Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða

NÝLEGT