Útvistarmerkið Houdini – Hvað er á disknum þínum?

Útvistarmerkið Houdini – Hvað er á disknum þínum?

Sænska útivistarmerkið Houdini tók hugmyndina um endurnýtingu skrefinu lengra og velti fyrir sér hvort það væri hægt að endurvinna ullarfatnaðinn sem þau framleiða í dýrindis máltíð! Houdini hefur sterka umhverfisstefnu og sker sig úr flóru útvistarmerkja þegar kemur að umhverfismálum. Lögð er rík áherslu á að vinna með náttúrunni og eru sjálfbærni og fjölnotagildi lykilatriði í framleiðsluferlinu. Í dag eru grunnlögin gerð úr 100% náttúrulegum efnum og eru jafnframt niðurbrjótanleg.

Molta úr Houdini fatnaði

Eftir nokkra ára vinnu var spurningunni svarað, já það er hægt að breyta gömlum Houdini útvistarfatnaði í holla og góða máltíð! Safnað var saman gömlum og mikið notuðum Houdini fatnaði frá viðskiptavinum sem settur var í moltu, ásamt öðrum lífrænum úrgangi. Örverur í moltunni brutu fötin niður og breyttu þeim í næringaríkan jarðveg. Jarðveginum úr moltunni var svo blandað saman við venjulega gróðurmold sem notuð var til að rækta grænmeti. Uppskeran varð afbragðsgóð og grænmetið ljúffengt.

Houdini matseðill

Meistarkokkur frá veitingastaðnum Rosendals Trådgård sem er staðsettur í Stokkhólmi, fór í framhaldinu í samstarf með Houdini og var útbúinn sérstakur Houdini matseðill sem býður upp á heimsklassa máltíðir úr grænmetinu. Viðtökurnar voru einstaklega góðar og var áhuginn jafnframt til marks um breytt viðhorf almennings til sóunar og endurnýtingar.  Verkefnið tókst svo vel að nú fara allir vannýttir afgangar af slitnum Houdini fötum í moltu. Í verslunum Houdini á norðurlöndunum er hægt að kaupa sérstaka Houdini mold til að rækta grænmeti.

Heimurinn kallar á breytingar þegar kemur að umhverfismálum og má segja að Houdini sé í fararbroddi í þeim efnum.

Meðfylgjandi má sjá Houdini útvistarfatnað sem er endurvinnanlegur

Hér má lesa nánari kynningu á sænska útivistarvörumerkinu Houdini frá Þóru Tómasdóttur.

NÝLEGT