Search
Close this search box.
Hvað er NOW?

Hvað er NOW?

Stefna NOW er að:

  • Framleiða gæða fæðubótarefni og vítamín
  • Framleiða virk fæðubótarefni og vítamín
  • Náttúrulegt er betra
  • Bjóða hagstætt verð
  • Gefa til baka til umhverfis og samfélags

Saga NOW

Elwood Richard stofnaði NOW foods árið 1968 með það markmið að geta boðið upp á náttúrulegar afurðir á sanngjörnu verði til allra. Það markmið er enn leiðarljós NOW. NOW er fjölskyldufyrirtæki sem þarf ekki að beygja sig undir kröfur fjárfesta og hluthafa. Þegar þú kaupir NOW getur þú verið viss um að þú hafir í höndunum vöru þar sem öryggi og virkni eru ávallt í fyrsta sæti.

NOW er einn þekktasti og virtasti framleiðandi vítamína og fæðubótarefna í heiminum. NOW er einnig mjög þekkt fyrir þann einstaka metnað sem fyrirtækið leggur í rannsóknir á virkni og öryggi fæðubótarefnanna sem það framleiðir. Rannsóknarstofa NOW er þekkt sem sú besta í iðnaðinum og er öðrum mikil fyrirmynd.

GMP vottun

Allar NOW vörur hafa GMP vottunina sem þýðir að allt framleiðsluferlið er undir mjög ströngu ytra og innra eftirliti. Eftirlitsdeildirnar starfa óháð framleiðsludeildum NOW og forðast þannig hagsmunaárekstra og tryggja að gæðastjórnun sé óháð framleiðslunni. Einnig gengst NOW reglulega undir ítarlegar gæðaskoðanir frá fjölda óháðra aðila, en þetta tryggir enn betur gæði og öryggi í framleiðslunni.

Verksmiðjur NOW í Chicago eru opnar hverjum þeim sem langar að skoða og sannreyna stefnu og gildi NOW.

Fæðubótarefni sem virka

Hjá NOW starfar fjöldi vísindamanna, næringarráðgjafa, lækna og matvælafræðinga sem öll hafa brennandi áhuga á að finna náttúrulegar lausnir í vöruþróun og framleiðslu. Góð vísindi og hámarksvirkni fæðubótarefnanna skiptir NOW gríðarlega miklu máli.

NOW býður upp á fæðubótarefni sem eru einungis búin til úr fæðu og við notum ávallt náttúrulega formið af innihaldsefnum þegar hægt er að koma því við.

Öflug innihaldsefni

Það sem gerir vítamínin og fæðubótarefnin frá NOW svona virk, er staðfesta NOW í að nota einungis hráefni í hæsta gæðaflokki. Þegar NOW setur saman fæðubótarefnablöndu af einhverju tagi, er leitast við að að þau standist gæðakröfur NOW. Með því að gera magninnkaup á birgðum er hægt að bjóða neytendum vöru á góðu verði og í hæsta gæðaflokki í hæsta gæðaflokki.

NOW leggur mikla áherslu á að velja lífrænt vottað hráefni. Sé þess ekki kostur er gengið úr skugga um að hráefnið sé eins náttúrulegt og virkt og hægt er.

NOW notar hvorki geisluð né erfðabreytt efni í framleiðslu sína.

Eftirlitsdeildir NOW skoða reglulega ræktun, framleiðslu og verksmiðjur birgja sinna. NOW vill tryggja að öryggi og virkni innihaldsefnanna sé í lagi.

Ferskar og hreinar vörur

NOW leggur áherslu á að framleiða eins ferskar og hreinar vörur og mögulegt er. Þessu náum við með því að kaupa fersk innihaldsefni, geyma þau við kjöraðstæður og nota háþróaða pökkunartækni. Vörum okkar er pakkað þannig að umhverfisþættir eins og ljós, hiti, súrefni og raki ná ekki til innihaldsins og valdi því ekki skemmdum. Þessir þættir eru stærsta vandamálið þegar kemur að niðurbroti innihaldsefna.

Hráefni NOW er undir ströngu gæðaeftirliti og framleiðsluferli sem byggir á GMP stöðlum

Það sem stendur á dollunni, er í dollunni!

NOW er leiðandi á sviði öryggisprófana í fæðubótariðnaðinum. Þannig tryggir NOW að uppgefin innihaldsefni séu í glasinu, í uppgefnum styrk og haldist þannig innan þeirra tímamarka sem við lofum neytanda

NOW Foods er leiðandi í þróun á nýjum greiningaraðferðum. Við deilum niðurstöðum okkar og þekkingu í gegnum fagtímarit og greinarsamtök. Prófanir okkar á glúkósamíni og kondróítíni hafa verið samþykktar af AOAC International, sem staðall fyrir fæðubótariðnaðinn.

Dæmi um hreinleika vöru

Náttúruleg sætuefni

NOW notar náttúruleg sætuefni eins og xylitol, stevíu og frúktósa (ávaxtasykur). NOW notar ekki kemískt tilbúin sætuefni eins og sakkarín, súkralósa eða aspartam – enda öryggi þeirra er mjög umdeilt. Mörg fæðubótarefni, sérstaklega íþróttafæðubótarefni, innihalda kemísk sætuefni, jafnvel þau sem seld eru í heilsubúðum. Við hvetjum ykkur því til að lesa innihaldslýsingar vel.

Náttúruleg E vítamín

Kemískt tilbúið E vítamín (dl-alpha-tocopherol) er bæði efnafræðilega og lífeðlisfræðilega frábrugðið náttúrulegum flokki E vítamína sem samanstenda af 4 gerðum af tocopheroli (að meðtöldu d-alpha tocopheroli) og 4 gerðum tocotrienols. NOW selur einungis náttúrulegu formin.

Lífrænt

Lífræn framleiðsluvara er sú náttúrulegasta sem völ er á. Hvorki skordýraeitur, illgresis- eða sveppaeyðir, né heldur erfðabreytt fræ eru notuð við lífræna ræktun. NOW býður nú upp á fjölbreytta vöru með lífrænu innihaldi og leitast sífellt bæta framboðið.

Oxun

Sumar náttúruafurðir verða fyrir oxun við geymslu. Til að fyrirbyggja oxun er vörum okkar pakkað með aðskildu kísilhlaupi sem rakavörn og í sumum tilfellum Ageless® andoxunarvörn. Þessi efni draga úr oxun og viðhalda ferskleika og náttúrulegum eiginleika afurðaranna.

Dæmi um efni sem við leyfum ekki í vörum okkar

Það er mikilvægt að kynna sér innihaldslýsingar á fæðubótarefnum og það er ekki síður mikilvægt að átta sig á því hvaða efni eru ekki til staðar og hvers vegna. NOW Foods hefur gæðastaðla, sérþekkingu á viðeigandi rannsóknaraðferðum, auk stjórnunar- og eftirlitsskipulags sem tryggir að efnin sem hér er fjallað um séu ekki í NOW vörum.

Ál

Við notum ekki álsölt í vöruuppskriftum (formúlum) okkar þar sem ál hefur verið tengt við m.a. Parkinsons sjúkdóminn. Í flestum framleiðsluvörum okkar er ál ekki mælanlegt. Í leir og öðrum hráefnum sem innihalda snefilsteinefni má þó finna ál frá náttúrunnar hendi. Þetta er tekið fram í innihaldslýsingum okkar.

Efnasambönd meðhöndluð með klór

Lífræn efnasambönd með klór fyrirfinnast ekki í náttúrunni. Lífræn efnasambönd sem hafa verið meðhöndluð með klór eru eitruð og hættuleg og má þar nefna PCB (Polychlorinated biphenyl) og dioxin (Polychlorinated dibenzodioxins), svo og sætuefnið súkralósi. NOW notar ekki efnasambönd með klór í formúlum sínum.

Bindiefni

NOW notar ekki ýmis algeng bindiefni eins og t.d. hertar olíur, talkúm, Crospovidone, Butylated, Chromic Chloride og Lactose Monohydrate, svo eitthvað sé nefnt. Þessi bindiefni eru notuð í þeim tilgangi að gera framleiðsluferlið fljótlegra og ódýrara. Vörur sem innihalda þessi efni geta hinsvegar ekki lengur talist náttúrulegar.

Flúor

Natríum flúoríð er notað til að fyrirbyggja tannskemmdir og er víða sett í neysluvatn. Ýmislegt bendir til þess að flúor sé ónauðsynlegt og mögulega skaðlegt ef notað í of miklum mæli. NOW framleiðir ekki tannkrem eða munnskol með flúori.

Erfðabreyting

NOW er á móti erfðabreytingum þar sem þær hafa í för með sér bæði þekkt og óþekkt skaðleg áhrif. Því miður er mikið af heimsframleiðslu á maís og sojabaunum erfðbreytt, sem er ástæða þess að við höldum áfram að bjóða upp á meiri fjölbreytni af vottuðum óerfðabreyttum vörum (GMO-free). Í vottuninni felst ítarleg og vandvirk skráning frá viðkomandi ræktunaraðila og henni fylgt þar til varan er sett á markað. Þetta ferli heitir á ensku IP (Identity Preserved). Ólíkt ýmsum öðrum framleiðendum, merkjum við okkar vöru ekki óerfðabreytta ef eitthvað vantar upp á IP ferlið, jafnvel þó varan sé óerfðabreytt.

Þungamálmar

Náttúrulegar jurtir geta innihaldið ákveðið magn af þungamálmum vegna þess að þungmálmar eru hluti af jarðvegi og vatni. Við prófum allt jurtainnihald og aðrar framleiðsluvörur til að tryggja að þungamálmar séu innan öruggra marka. Sérstaklega þarf að huga að kvikasilfri í fiskiolíum og lýsi. NOW fiskiolíur eru án kvikasilfurs.

Hertar fitur og transfitur:

Vetnisbinding er efnafræðilegt ferli sem breytir ómettuðum fitum (jurtaolíum) í harðari fitur við stofuhita. Transfitur eru sérstaklega óhollar. NOW notar hvorki hertar fitur né transfitur í vörum sínum.

NOW tekur hugtakið „Náttúrulegt” mjög alvarlega!

NOW hefur öryggi neytenda og gæði vöru ávallt að leiðarljósi

Now vörurnar fást í Krónunni, Nettó, Hagkaup, Blómaval, Fjarðarkaup, Lyfju, Lyf og Heilsu og á fl stöðum

NÝLEGT