Hvað orsakar hrotur og hvað er til ráða?

Hvað orsakar hrotur og hvað er til ráða?

Á síðustu árum hefur sífellt verið að koma betur í ljós mikilvægi svefns. Svefninn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu, bæði andlegrar og líkamlegrar heilsu. Hrotur eru algengur og hvimleiður kvilli sem getur haft áhrif á lengd og gæði svefns, ekki einungis þess sem hrýtur, heldur einnig á svefn maka eða annarra sem sofa í heyrnarfæri. Um 45% heilbrigðra fullorðinna einstaklinga hrjóta að minnsta kosti af og til, og um 25% hrjóta því sem næst alltaf. Hrotuvandamál eru algengari meðal karla og þeirra sem eru of þungir og versna oftast með hækkandi aldri þegar slaknar á vöðvum.

Helstu orsakir

Hrotur stafa af því að í svefni slaknar á vöðvum í munni og koki og þeir síga inn á við. Ef þessir vöðvar verða of slakir og hindra eðlilegt loftstreymi í gegnum kokið heyrast hrotur, en hrotuhljóðin verða til við það að úfurinn og gómfillan titra þegar loftið þrengir sér niður öndunarveginn á leið sinni til lungna.

Hrotuhljóðin geta verið með ýmsu móti og fara eftir því hversu mikið loftvegurinn þrengist. Ef hindrun er í nefgöngum andar viðkomandi í gegnum munninn og getur það leitt til hrota. Þegar munurinn er opinn leitar tungan aftur á bak sem veldur því að úfurinn þrýstist aftur í kok. Því meiri sem hindrunin er því meiri kraftur verður á loftinu, titringurinn eykst og hroturnar verða hærri.

Lofthindrun vegna of slakra kokvöðva eða þrota í þeim getur stafað af áfengisneyslu, reykingum, svefntöflum, stífluðu nefi, skútabólgu, stækkuðum hálseitlum, ofþyngd og ofnæmi. Aðrar orsakir geta verið stór úfur og aflöguð nefgöng. Kæfisvefn er einnig algeng orsök fyrir hrotum. Við kæfisvefn lokast öndunarvegurinn alveg í nokkrar sekúndur, og líkaminn fær ekkert súrefni, koldíoxíð hleðst upp sem vekur sjúklinginn og hann tekur andköf og hrýtur mikið.

Hvað er til ráða?

Nokkur ráð eru til við hrotum:

  • Ef þú ert yfir kjörþyngd er mikilvægt að þú reynir að léttast og komist aftur í rétta kjörþyngd.
  • Reyndu að sofa frekar á hliðinni, vegna þess að þegar við liggjum á bakinu rennur tungan aftur í kokið og lokar öndunarveginum.
  • Hafðu hærra undir höfðinu.
  • Ef þú ert stífluð/stíflaður í nefinu prófaðu að nota nefsprey í nokkra daga og reyndu að létta á nefstíflunni.
  • Forðastu róandi lyf, svefnlyf og áfengi, þau auka á slökun og auka á vandann.

SNORE-EZE

Vörurnar frá Snore-eze hafa einnig reynst vel í baráttunni við hrotur. Virkni Snore-eze felst í því að smyrja vefi koksins vel og minnka þann titring sem getur valdið hrotum. Snore-eze er blanda af ör-hylkjum úr náttúrulegri olíu og virkar í allt að 8 tíma. Vörurnar draga úr eða stöðva hrotur, sem geta gefið þér og maka þínum friðsælan nætursvefn – sem við þráum öll. Snore-eze vörulínan inniheldur þrjár mismunandi útgáfur – nefsprey, hálssprey og svo munnstrimlar sem settir eru upp í góm og látnir bráðna.

SNORE-EZE er fáanlegt í öllum helstu apótekum. Hér að neðan má sjá helstu SNORE-EZE vörurnar:

NÝLEGT