Nike Zoom Fitness
Ég hef átt par af þessum í hvítum lit í meira en hálft ár og ég er búin að nota þá endalaust. Ég fýlaði þá svo mikið að ég fór í síðustu viku upp í H Verslun og náði mér í nýtt par í svörtu. Botninn á þessum hentar mér mjög vel, þeir eru flatari en hlaupaskór en ekki alveg flatir heldur er smá hækkun undir hælnum. Þeir eru mjög nettir og töff á fæti.
Metcon 4
Alhliða æfingaskór sem henta vel í allt: lyftingar, spretti, gólfæfingar o.fl. Ég fékk þessa í fölbleiku og er búin að nota þá núna í sirka þrjár vikur. Ég fýlaði þá strax og það er mjög þægilegt að æfa í þeim.
Air Zoom Fearless
Ég hef ekki prufað þessa en þeir eru með sama botni og Zoom Fitness skórnir sem ég á. Ég fýla þennan botn mikið en hann er ekki alveg flatur. Ég er stíf í ökklunum þannig það hentar mér vel að hafa smá hækkun undir hælnum.
Free Trainer Flyknit
Ég hef ekki reynslu af þessum sjálf en ég hef séð þá í búðinni og þeir eru mjög nettir. Ég myndi ekki endilega nota þá í “hard-core“ æfingar eins og endalausar burpees og kassahopp en ef þú ert mikið að lyfta og í hóptímum eins og Tabata, hot-fit o.fl. þá eru þeir mjög góðir í það! Svarti liturinn með hvíta botninum er alltaf klassískur en þessi með bleika er líka frekar mikið fallegur.
Ég mæli með því að eiga allavegana eina góða æfingaskó sem henta þér og því sem þú ert að gera á æfingum. Ef þú ert að hlaupa eitthvað þá er líka gott að eiga hlaupaskó sem þú notar sérstaklega í hlaupin.
Hlaupaskór og æfingaskór? Er einhver munur?
Skórnir hafa ólíkt undirlag og eru hannaðir á mismunandi hátt með ólíkan tilgang í huga. Hlaupaskór hafa meiri dempun og oft loftpúða undir t.d. hælnum og táni. Þessi eiginleiki er ekki góður í framstigum, hoppum, hliðarskrefum og fleiri æfingum því það getur haft áhrif á jafnvægið okkar sem dæmi.