Hvaða vítamín eru vegan?

Hvaða vítamín eru vegan?

Fyrir þá sem iðka vegan lífstíl er einstaklega mikilvægt að huga vel að vítamín- og steinefna inntöku sem og að gæta þess að velja vegan vítamín.

Svokallaður Veganúar stendur nú yfir en um er að ræða átak sem haldið er í janúar ár hvert til í þeim tilgangi að hvetja fólk til þess að prófa vegan lífstílinn. Það eru samtök grænkera á Íslandi sem standa fyrir Veganúar.

Algengt er að hylki utan um vítamínperlur séu úr gelatíni. Einnig má finna hinar ýmsu dýraafurðir á innihaldslistum vítamína og bætiefna. Hmagasín tók því saman helstu vegan vítamínin sem finna má í glæsilegri vörulínu NOW fyrir grænkera, veganista og aðra áhugasama.

D-vítamín sem hentar fyrir þá sem sneyða hjá dýraafurðum. 1000 alþjóðlegar einingar í hverjum skammti. D-vítamín er sérlega mikilvægt fyrir fólk sem býr á norðurslóðum (þar sem húðin vinnur það úr sólargeislum). D-vítamín er nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska beina í börnum. D-vítamín stuðlar að eðlilegri upptöku/notkun kalsíums og fosfórs. D-vítamín stuðlar að viðhaldi beina, tanna og eðlilegrar vöðvastarfsemi. D-vítamín stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. Vegan. 120 stk.

Smelltu hér til að kaupa vítamínið.
B12 er mikilvægt vítamín, sérstaklega fyrir þá sem takmarka neyslu dýraafurða, t.d. vegan og grænmetisætur. B12-vítamín stuðlar m.a. að eðlilegri starfsemi taugakerfisins, eðlilegri sálfræðilegri starfsemi, eðlilegri myndun rauðra blóðkorna og eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. B12-vítamín stuðlar einnig að því að draga úr þreytu. Vegan. 100 stk.

Smelltu hér
til að kaupa vítamínið.
C-vítamín blandað með rose hips (jurt) sem er C-vítamínrík og samverkandi við C-vítamínið. C-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins meðan á erfiðum líkamsæfingum stendur og að þeim loknum. C-vítamín stuðlar að myndun kollagens og ver frumur fyrir oxunarálagi. C-vítamín stuðlar að því að draga úr þreytu og eykur upptöku járns. Vegan töflur. 100 stk.

Smelltu hér
til að kaupa vítamínið.
Fjölvítamín, sérhannað fyrir karlmenn. Bætt með saw palmetto (Freyspálmi), sem er talinn vinna gegn aukinn þörf til þvagláta, sérstaklega á nóttunni. Inniheldur einnig lýkópen og Q10. Vegan. 120 stk.

Smelltu hér til að kaupa vítamínið.
Fjölvítamín, sérhannað fyrir konur. Bætt með kvöldvorrósarolíu, trönuberjum, grænu tei og Q10. Vegan. 90 stk.

Smelltu hér til að kaupa vítamínið.
Góðgerlar. 10 tegundir meltingargerla, 25 milljarðar lífvera. Áhrifarík blanda til að viðhalda góðgerlaflórunni. Vegan. 60 stk

Smelltu hér
til að kaupa vítamínið.
Magnesíum inositol er bragðgott sítrónuduft með blöndu þessara tveggja næringarefna. Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna, eðlilegri starfsemi taugakerfisins og dregur úr þreytu. Magnesíum stuðlar einnig að eðlilegri vöðvastarfsemi og eðlilegri sálfræðilegri starfsemi. 454 g.

Smelltu hér
til að kaupa vítamínið.

NÝLEGT