Hvaðan fæ ég prótein ef ég borða ekki dýraafurðir?.. Uppsprettur og morgunrútínan mín

Hvaðan fæ ég prótein ef ég borða ekki dýraafurðir?.. Uppsprettur og morgunrútínan mín

Baunir og tófú

Ég er ekki að tala um að borða baunir eintómar beint upp úr dós heldur að nota þær í allskonar gúrm grænmetisrétti sem innihalda ferskar kryddjurtir, kókosmjólk, karrí eða hvað sem hugurinn girnist. Sama gildir um tófu en það er eiginlega bragðlaust og er frábært að nota í rétti, það er mjög próteinríkt. Nokkrir af mínum uppáhalds réttum:

Síðan er um að gera að bæta við baunum í salat eða hummus ofan á brauð en hummus er gerður úr kjúklingabaunum, tahini (sesamsmjöri) o.fl. Ef þú nennir ekki að búa til þinn eigin hummus sem er ótrúlega auðvelt þá er besti hummusinn í bænum klárlega á Krúsku á Suðurlandsbraut (með öllum réttum fylgir brauð og eins mikill hummus og þú getur í þig látið, namm!).

RED-Vegetable-Coconut-Curry-with-Chickpeas-1-pot-simple-SO-flavorful-vegan-glutenfree-plantbased-curry-recipe-healthy-768x1114

AMAZING-Chana-Masala-made-in-1-Pot-So-healthy-flavorful-and-delicious-vegan-glutenfree-chanamasala-recipe-easy-768x1152

Myndirnar eru teknar af Minimalist Baker en ég mæli innilega með þeirri síðu fyrir dásamlega grænmetisrétti en nánast allar uppskriftirnar innihalda 10 hráefni eða færri, einn pott eða eina pönnu og taka 30 mínútur eða minna að útbúa.

Hnetur og fræ

Ég fæ mér hnetusmjör nánast á hverjum degi og þá annað hvort venjulegt hnetusmjör úr jarðhnetum eða möndlusmjör. Það er truflað að setja hnetusmjör út á hafragraut, í smoothie eða ofan á banana/epli/peru. Það er gott að hafa það á bakvið eyrað samt að hnetusmjör er hitaeiningaríkt. Sjálf fæ ég mér það “bara“ einu sinni á dag og ekki of mikið í hvert skipti.

Ég bæti reglulega chia-fræjum og/eða hamp fræjum í hafragrautinn eða smoothie til að auka próteininnihald. Graskersfræ, sólblómafræ og/eða sesamfræ eru algjört nammi út á salat og tahini (sesamsmjör) er frábært að nota sem salatdressingu. Ég nota tahini frá Monki og próteininnihaldið er 27 gr í 100 gr.

Grænmeti

Ég reyni að dæla í mig eins miklu grænmeti og ég get á hverjum degi. Ég set það í smoothie, borða það ferskt, set það ofan á pizzu, í rétti, léttsteiki á pönnu eða set það á grillið. Ég er ekki að leggja til að þú borðir ekkert nema spínat daginn inn og út heldur snýst þetta meira um að borða allskonar mismunandi tegundir eins og baunir, spínat, grænkál, brokkolí, spírur, sveppi, aspas og fleira. Reyndu að bæta eins miklu grænmeti inn í mataræðið þitt og þú getur og mundu: litsterkara grænmeti = meiri næring.

  • 100 gr grænkál = 4,3 gr prótein
  • 100 gr spínat = 3 gr prótein
  • 100 gr brokkolí = 2,8 gr prótein

Plöntuprótein

Plant Protein Complex með Creamy vanilla bragði frá NOW er mitt allra uppáhalds og ég passa alltaf upp á að eiga nóg til. Ég fæ mér ekki meira en einn skammt á dag og þá annað hvort blanda ég því saman við vatn og fæ mér 20-30 mínútum eftir æfingu eða þá að ég set þetta í smoothie sem ég fæ mér á morgnana (sjá uppskrift neðar).

Ef þú ert vön/vanur að nota Whey eða Casein prótein þá gæti verið að þér finnist bragðið dálítið skrýtið til að byrja með þar sem þessi vara inniheldur ekki mjólkurprótein heldur baunir, hrísgrjón, kínóa og hamp fræ. Þetta er algjör snilld fyrir þá sem fýla ekki mjólkurprótein, eru með mjólkuróþol eða fá í magann af því.

Morgunrútínan mín undanfarið

Í baðherbergisskápnum er ég með Acidophilus 4×6 og Probiotic Defense. Þetta tek ég á fastandi maga um leið og ég vakna. Síðan græja ég grænan próteinsmoothie og tek hann með mér í vinnuna og drekk hann þegar ég mæti, þannig fá gerlarnir aðeins að vinna áður en ég fæ mér eitthvað að borða.

08668EC0-16B5-4BA9-A3AB-1BAF7F81C8F9

Grænn próteinsmoothie

  • Góð skvetta af kókosmjólk eða bláu möndlumjólkinni frá Isolabio (sykurlaus)
  • Smá vatn (kannski ekki nauðsynlegt ef þú átt góðan blender)
  • Rúmlega hálfur banani
  • 1 lúka frosin ber, t.d. jarðaber og/eða bláber (ef ég á ekki ber nota ég nokkra stevíu dropa með berjabragði í staðinn)
  • Frosnir spínatklumpar og/eða grænkálsklumpar (til í frystinum í Krónunni)
  • 1 skeið plöntuprótein (22 gr prótein per skeið en ef ég á það ekki til set ég hampfræ)
  • 1 kúpt tsk spírúlína duft
  • 1 kúpt tsk Green PhytoFoods duft

36DB1A1A-31B4-421B-B8FE-053FFDD2D08E

Takk fyrir lesturinn!
Ykkur er velkomið að fylgja mér á Instagram: indianajohanns

Indíana Nanna

NÝLEGT