Dásamleg döðlukaka sem er bæði sykur og hveitilaus og hefur slegið í gegn hjá börnum og fullorðnum. Öll innihaldsefnin eru heilsusamleg og því hægt að borða hana án samviskubits.
- 350 gr döðlur frá Himneskri hollustu
- 300 ml Isola möndlumjólk (ósæt)
- 3 egg
- 1/2 tsk matarsódi
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk vanilludropar
- 2 dl kókosmjöl frá Himneskri hollustu
- 1/2 dl haframjöl frá Himneskri hollustu
- 1/4 tsk salt
- 85 gr pekan/hesilhnetur eða möndlur
- 100 gr hrein jógúrt
- 1 msk kakó frá Himneskri hollustu
Aðferð
1. Döðlur og mjólk soðið saman í potti og hrært stöðugt í með gaffli þar til verður klístrað og nánast kekkjalaust
2. Egg þeytt vel í hrærivél
3. Öllu blandað saman í skál
4. Smjörpappír settur ofan í kökuform þannig að hann nái upp fyrir kantana
5. Deiginu helt í og bakað á 180 gráðum í 40 mínútur
6. Hylja með rjóma og skreyta
Unnið í samstarfi við Írisi Blöndahl
Instagram:irisblondahl