Search
Close this search box.
Hveiti og sykurlaus karamellu eplakaka

Hveiti og sykurlaus karamellu eplakaka

Eftir allt sykurátið í desember er gott að snúa við blaðinu. Ég er enn að berjast við nammið eftir hátíðirnar svo nú er kominn tími á að koma sér aftur í rétta og góða rútínu ekki satt? Þessi kaka er tilvalin um helgina, í matarboðið, fyrir vinkonur og vini, alltaf er tilefni til að skella í eina góða og holla köku. Þessi sló í gegn í vinkonu boðinu hjá mér um daginn.

201706292027444813_sbig

Hráefni sem þarf í kökuna

 • 4 lítil lífræn epli eða 2 stór græn epli
 • 1/2 bolli bráðin kókosolía – sirka 3msk
 • 3 dl af höfrum settir í blender/matvinnsluvél
 • 2 msk kókoshveiti
 • 4 egg
 • 4 msk steviu strásæta frá goodgood brand (fæst í Hagkaup og Nettó) 
 • 2 tsk vanilludropar eða 6-8 dropar af vanillu steviu frá goodgood brand
 • 1 msk lyftiduft
 • 1 msk múskat
 • 1 msk kanill
 • Salt eftir smekk 

Aðferð

Allt hráefni sett saman í skál og hrært vel með sleif. Ef blandan er of létt í sér, bæta þá örlítið af höfrum sem hafa verið settir í blender eða örlítið af kókoshveiti og sömuleiðis ef blandan er of stíf í sér þá bæta við bráðinni kókosolíu. Betra er að setja fyrst aðeins minna og bæta þá frekar í. Hráefni geymd í skálinni á meðan eplin eru flysjuð og skorin í litla bita.

Ég fer ekki alltaf beint eftir uppskrift heldur dassa ég svoldið af þessu og hinu. Ég elska kanil svo ég set vel af honum og sömuleiðis með vanilluna ég spara hana ekki en það fer eftir smekk hvers og eins! Eplin flysjuð og skorin í litla bita sem er bætt bið blönduna og hrært rólega saman við. Blöndunni er síðan hellt í hringlaka form smurðu með kókosolía og inn í ofn á 160 gráður í 40-50 mín eða þar til kakan er orðin gullinbrún.

201706292028128095_sbig

Þegar kakan er tilbúin toppaði ég hana með karamellu sýrópinu frá Good Good sem var að koma í búðir og gerir kökuna enn betri. Finnst það vera algjört must með þessari köku! Ég skreytti hana síðan með pekanhnetum og jarðaberjum. Næst ætla ég að prufa að setja pekanhnetur með í kökuna, það gæti líka smakkast vel. 

Njótið vel!
Karitas Óskars

NÝLEGT