Hveiti og sykurlaus súkkulaðikaka

Hveiti og sykurlaus súkkulaðikaka

Himnesk sykurlaus súkkulaðikaka sem svíkur engann. Fullkomin í saumaklúbbinn og sem eftirréttur.

Uppskrift

20 steinlausar döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu

1 þroskaður banani

3 egg

3 msk kókosolía við stofuhita, t.d. frá Himneskri hollustu

1 dl sterkt kaffi

1 tsk vanilludropar

40 g kakó, t.d. frá Naturata

1 tsk lyftiduft

65 g möndlumjöl (eða möndlur malaðar í matvinnsluvél)

klípa af salti

2 msk kókosmjöl, t.d. frá Himneskri hollustu

Setjið döðlurnar í matvinnsluvél og maukið. Bætið banana út í og blandið saman við. Hellið blöndunni í skál.

Setjið egg, kókosolíu, kaffi og vanilludropa í skálina og hrærið vel saman.

Bætið kakó, möndlumjöli, kókosmjöli og lyftidufti saman við og að lokum klípu af salti. Blandið vel saman.

Setjið deigið í 20 cm form með smjörpappír.

Bakið í 175°c heitum ofni í 35 mínútur.

Takið úr ofninum og kælið lítillega.

Birt í samstarfi við vefsíðuna Gulur , rauður, grænn og salt

NÝLEGT