Hver er Hildur Sif Hauks ?

Hver er Hildur Sif Hauks ?

Höfundur – Hildur Sif Hauks

Afhverju ertu vegan
en gengur í leðurjakka?

hildur sif hauks
hildur sif hauks
hildur sif hauks
hildur sif hauks

Er spurning sem ég hef einstaka sinnum fengið. Persónulega finnst mér oft orðið vegan ekki endurspegla minn lífsstíl fullkomlega þar sem ég er fremur frjálsleg og get því ekki kallað mig 100% vegan. Einnig fylgir að fólk byrjar að fylgjast extra með manni og stundum vona að maður stígi „feilspor“. Ég reyni samt sem áður að taka bestu ákvörðun í hvert sinn sem neytandi. Sjálf held ég mig oftast við svokallað „plant-based“ mataræði sem er mjög lítið unnið og hentar það mér einstaklega vel. Af reynslu er það auðveldasta leiðin fyrir mig til að viðhalda heilsusamlegum lífsstíl þar sem flest „plant-based“ er mjög hollt.  Mikilvægt er að prófa sig áfram með mataræði með opnum huga og vera tilbúin að læra eitthvað nýtt til að finna það sem hentar sínum líkama best.

Þar sem ég er mikill nammigrís fæ ég mér inn á milli allskonar „fat vegan“ mat líkt og Oreo, ís og nammi. Það er ótrúlega mikið úrval til af vegan nammi og því ekki erfitt að finna sér allskonar góðgæti. Ég reyni samt sem áður að borða sem mest að grænu og mikið að því. Helstu kostir sem ég finn fyrir að vera á þessu mataræði er aukin orka, hreinni húð og betri svefn.

Markmið mitt er að koma á framfæri, á jákvæðan hátt hollum lífsstíl sem inniheldur ekki dýraafurðir. Ég vil alls ekki þrengja skoðunum mínum upp á fólk heldur einungis opna fyrir þeim þá hugmynd um að hægt er að borða góðan mat þrátt fyrir að hann sé „vegan“.Ég hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast með mínum uppskriftum, hreyfingu og lífsstíl hérna inn á H Magasín.

Takk kærlega fyrir að lesa.

Endilega fylgið mér á Instagram

Höfundur: Hildur Sif Hauks

 

NÝLEGT