Markmið þessarar greinar er að aðstoða lesendur við það að komast inn í þessa dimmu, en fallegu tónlistarstefnu ásamt léttri fræðslu um uppruna og höfuðpaura senunnar.
Mikið er deilt um uppruna emo raps en almennt er talið að sænski rapparinn Yung Lean hafi spilað stórt hlutverk í mótun emo rappi nútímans. Yung Lean kom fram á sjónarsviðið árið 2012 ásamt Sad Boys crewinu sínu og urðu þeir heimsfrægir á mjög stuttum tíma. Yung Lean nýtur mikilla vinsælda hér á Íslandi, hefur spilað bæði á Sónar 2015 og Verzlóballi núna í ár og ég held að Íslendingar tengi sérstaklega við hann vegna sænskum uppruna hans. Mér finnst allavega mjög nett að sænskur rappari hafi náð svona langt í Bandaríkjunum. Eftir Yung Lean og félaga hefur senan þróast og stækkað smátt og smátt í gegnum árin. Rapparar hafa komið og farið, senan hefur vaxið og dafnað en aldrei hefur hún verið jafn áberandi og í dag. Emo rappararnir sem standa mest út í dag að mínu mati eru þeir Lil Peep, Lil Tracy, Lil Aaron og Trippie Redd.
LIL PEEP
Lil Peep, leiðtogi GothBoiClique, er fæddur og uppalinn í New York árið 1996. Hann hefur gefið út 3 mixtape; Lil Peep Part One, Crybaby og Hellboy. Hellboy er það lang besta sem hann hefur gefið út og líklegast það tape sem ég hlustaði mest á í byrjun árs 2017, þegar ég uppgötvaði hann. Tónlistarstíl Lil Peep er nokkuð erfitt að lýsa þar sem hann rappar/syngur yfir takta sem að “sampla” rokk lög með trap trommum undir. Hann segist fá innblástur bæði frá röppurum eins og Gucci Mane og Future ásamt hinum ýmsu rokkhljómsveitum. Fyrsta platan hans kemur út núna í Ágúst og ber heitið “Come Over When You’re Sober”, hægt er að hlusta á fyrstu single-ana af henni á Spotify. Til þess að kynna sér Lil Peep betur mæli ég með því að hlusta á tónlistina hans á Soundcloud og Spotify (Hellboy er því miður ekki þar) og sérstaklega mæli ég með þessum umfjöllunum um hann:
PITCHFORK – Tears of a Dirtbag: Rapper Lil Peep Is the Future of Emo.
NOISEY – A First Date in a Cemetery with Lil Peep
THE FADER – Meet Lil Peep, The All-American Reject You’ll Hate To Love
Lil Peep – No Respect Freestyle
LIL TRACY
Lil Peep & Lil Tracy – Witchblades
LIL AARON
Trippie Redd
NOISEY – Trippie Redd Is on the Way to Becoming Soundcloud Rap’s Frank Sinatra
XXL – The Break Presents: Trippie Redd
PIGEONS AND PLANES – Trippie Redd is on Track to Become Rap’s Next Rock Star
Trippie Redd – Pigeons & Planes viðtal
Trippie Redd ft. 6IX9INE – Poles1469
Auðveldasta leiðin inn í heim emo rapps er að byrja á að hlusta á Youtube myndböndin linkuð við listamennina hér fyrir ofan. Ef hlustandi sér ekkert heillandi við þessi lög þá er emo rap vissulega ekki fyrir viðkomandi. Líki viðkomandi vel við lögin og myndböndin hér að ofan allavega smá, þá mæli ég með Hellboy mixteipinu eftir Lil Peep, algjört meistaraverk. Eftir Hellboy mixteipið er leiðin bein og greið inn í dimma heim emo rappsins. Einnig vil ég benda á það ef viðkomandi er aðdáandi rapparana Lil Uzi Vert, Nav eða XXXtentacion þá ætti ekki að vera erfitt fyrir hann að komast inn í emo rappið. Fleiri listamenn sem ég fjallaði ekki um fyrir ofan en eru þó þess verðugir að kíkja á eru til dæmis 6 Dogs, Bladee, Pouya og Suicideboy$.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að emo rap er ekki fyrir alla og við fyrstu sýn virðist þessi tónlist vera tilgerðarleg, skrítin og óþægileg, en ef hlustandi gefur þessu séns þá er mikil snilld sem býr að baki þarna. Þegar allt kemur til alls eru þetta flest allt sárþjáðir listamenn djúpt sokknir í myrkur, angist, truflaðan veruleika og mikla eiturlyfjaneyslu í þokkabót, að berjast við tilfinningarnar sínar á frumlegan og skemmtilegan hátt í gegnum tónlist.