Search
Close this search box.
Hvernig á að setja sér markmið?

Hvernig á að setja sér markmið?

Aramotaldis
Mér finnst best að byrja á því að hugsa um árangur síðasta árs, hvað var það sem ég gerði vel og hvað vildi ég hafa gert enn betur sem og hvað hefði ég mátt lagfæra. Það er mjög mikið að gera hjá mér og þannig líður mér best. Lífið snýst einfaldlega um skóla, fótbolta, vinnu og fjölskyldu. Ég byrja á því að spá í hvort mér finnst eitthvað vanta inn í líf mitt eða hvort það sé of mikið af einhverju öðru. Í dag er þetta frekar einfalt svar fyrir mig, ég vil vera að gera þetta og ætla að gera það vel. Mér finnst best að skipta markmiðunum mínum niður í flokka og vinna út frá því. 

Skóli – Hvað skólann varðar þá vona ég að flestir geri þær kröfur til sjálfs síns að standa sig vel. Það þýðir að mæta vel og stunda skólann að krafti. Ég, persónulega mæli árangur minn á því að vera með einkunn sem ég er sátt við. Nokkrir punktar til þess að ná þessum markmiðum. 

Markmid5

Markmid1

  • Skipuleggja hvern áfanga fyrir sig – Ég notast við dagbók frá Personal – Planner. 
  • Glósa samviskusamlega jafn og þétt yfir önnina.
  • Skipuleggja tímann vel fyrir hvert verkefni/próf svo ég enda ekki á síðasta snúning.

 

Vinna – Margir vilja alltaf bæta sig í vinnunni, mæta vel og sinna hlutunum á sem bestan hátt. Ég vinn í mjög skemmtilegum og fjölbreyttum vinnum, bæði sem frístundaleiðbeinandi og þjálfari. Þar er mikilvægt að vera góð fyrirmynd fyrir börnin og að þeim líði vel í kringum mann. 

IMG_4496

  • Mæta stundvíslega og skipulagður í vinnuna. 
  • Sýna jákvæðni og gleði og láta það smita frá sér.  
  • Hafa frumkvæði og vera skapandi. 

IMG_5400

Hreyfing – það ætla allir að bæta sig á bæði hreyfingu og matarræði. Oft lendir fólk í því að fara all in fyrstu tvær vikurnar og lenda síðan á vegg. Mikilvægt er að byrja hægt og hafa skipulag og fara eftir því. Það er alltaf erfitt að byrja en síðan þegar maður er komin á fullt er maður enga stund að koma þessu inn í rútinuna hjá sér. Ég mæli líka með því að setja sér lítill markmið eins og t.d að mæta 4 sinnu þessa vikuna, og ef það gerist þá fær verðlaunar maður sig með því að kaupa sér ræktarföt. Auðvelt að gera hlutina skemmtilega. 

IMG_5306

IMG_3494

IMG_4059

  • Koma hreyfingu og matarræði strax inn í rútinu. 
  • Byrja hægt og rólega 
  • annaðhvort mæta í tíma eða til einkaþjálfa, auðvelt að fá hvatningu. 

 

Vinir og fjölskylda – Maður getur alltaf verið duglegri að sinna fjölskyldu og vinum. Núna er ég að verða 22 ára, mínar vinkonur eru komnar útum allt. Margar vinkonur fluttar að heiman og jafnvel til Reykjavíkur og maður hittist kannski ekki alla daga eins og maður var vanur. Mikilvægt er að hafa frumkvæði og vera tryggur vinur. Það á einnig við um fjölskylduna. Vera duglegri að eyða meiri tíma með þeim og gera skemmtilega hluti saman.

IMG_4336

Markmid2

Ég ætla að minna á að lykillinn í því að ná markmiðum sínum er að vera skipulagður og sinna öllu sem maður tekur sér fyrir hendur af krafti og taka frekar út þá hluti sem maður getur ekki sinnt vel. Ég vona að þetta hafi hjálpað ykkur og munið að setja ykkur raunhæf og mælanleg markmið. Þangað til næst – aldisylfah á instagram!

Aldís Ylfa

 

NÝLEGT