Search
Close this search box.
Hvers vegna er gott að taka sykur tímabundið út?

Hvers vegna er gott að taka sykur tímabundið út?

Hvers vegna er gott að taka sykur tímabundið út?

Okkar eina sanna Anna Eiríks er mikill viskubrunnur þegar kemur að heilsu og heilsusamlegum lífsstíl. Undanfarið hefur hún hvatt landsmenn til þess að lágmarka sykurinn í fæðunni í nokkra daga. Á heimasíðunni hennar www.annaeiriks.is má finna fjöldan allan af sykurlausum uppskriftum til þess að styðja sig við og annan fróðleik. En af hverju er gott að taka sykurinn út?
„Til þess að endurstilla kerfið okkar og gera okkur meðvitaðri um hvar sykurinn leynist í okkar mataræði og í hversu miklu magni. Þetta hjálpar okkur líka til að taka betri og meðvitaðri ákvarðanir varðandi mataræðið í framhaldinu. Ef ykkur líður vel núna eftir 10 sykurlausu daga þá hvet ég ykkur til þess að reyna að halda áfram að borða sykur í litlu magni, jafnvel eiga ykkar smá “trít” daga en reyna svo að forðast hann algjörlega hina dagana. Við töpum allavega engu á því að prófa okkur áfram með þetta.

80/20 reglan er t.d. mjög góð en lykillinn að heilbrigðum lífsstíll er jafnvægi – sú regla segir okkur að svo lengi sem við borðum hollan og næringarríkan mat í 80-90% tilfella þá höfum við svigrúm til að víkja út af spori í smá sykur og annars konar „trít“ við og við. Munið að ykkar er ávallt valið – veljum að vera hraust, full af orku og reynum því að takmarka neyslu á matvælum sem skerða heilsu okkar,“segir Anna.

Hér deilir Anna svo dásamlegri sykurlausri uppskrift sem á vel við hin ýmsu tækifæri;

Hafrabitar

Þið verðið að prófa þessa hafrabita, þeir eru svo dásamlega góðir. Það er hægt að leika sér með hvernig þeir eru bornir fram, þeir virka vel sem nesti fyrir krakkana og einnig hægt að bera þá fram eins og þið sjáið á myndinni með grískri jógúrt og ferskum jarðaberjum t.d.

Innihald

2 þroskaðir bananar

2 msk grísk jógúrt

1 tsk vanilludropar

2 bollar hafrar frá Muna

1/2 bolli möndlumjólk eða önnur mjólk

Ef þið viljið hafa bitana örlítið sætari, hellið þá smá skvettu af Agave sírópi út í

Fersk ber og grísk jógúrt með hvaða bragði sem er á toppinn (ég notaði jarðaberja)

Aðferð

Stappið bananana vel í skál og hellið svo restinni af innihaldsefnunum út í og blandið öllu vel saman. Hellið blöndunni í ferkantað eldfast form sem búið er að setja bökunarpappir í og bakið í 15-20 mínútur við 180°. Berið fram með grískri jógúrt og ferskum berjum, smá rjóma og berjum eða eins og ykkur langar til.NÝLEGT