Húðin er stærsta líffæri líkamans og verður fyrir miklu áreiti á hverjum degi. Við þurfum að veita húðinni athygli, hugsa vel um hana og dekra hana reglulega. Fyrsta skrefið í mikilvægri umhirðu húðarinnar er að þrífa hana vel kvölds og morgna. Það er góð regla að fara aldrei að sofa án þess að þvo af sér farða og önnur óhreinindi. Það er betra fyrir húðina að nota volgt vatn frekar en mjög heitt og alls ekki of sterkar sápur eða húðhreinsivörur og að sjálfsögðu án allra óæskilegra aukaefna. Það skiptir svo auðvitað miklu máli að nota góðar vörur sem henta hverri húðgerð.
Hyaluronic sýra er fjölsykrusameind sem líkaminn framleiðir sjálfur. Hún hefur mikinn þéttleika sem hefur einstök áhrif á húðina. Af allri Hyaluronic sýru líkamans liggur um 50% hennar í húðinni og húðþekjunni. Ef að nægt magn er af henni í líkamanum flytur hún næringu til húðarinnar og heldur henni rakri. En hins vegar minnkar magn hennar með aldrinum um allt að 50% og þá í leiðinni næringarupptöku húðarinnar. Þetta er ástæðan fyrir því að þegar við eldumst fáum við hrukkur, ellibletti og slappa húð. Hyaluronic sýra er því með réttu náttúrulegur rakagjafi sem heldur húðinni vel nærðri og þéttri sé nóg til staðar af henni.
Þar sem að magn sýrunnar minnkar með aldrinum geta vörur sem innihalda sýruna spornað við þessari þróun.
Hyaluronic sýran frá NOW


Hyaluronic sýran frá NOW hefur einstaklega rakagefandi eiginleika og jafnar rakastig húðarinnar ásamt því að gera hana stinnari og dregur úr sýnilegum hrukkum og línum ásamt því að gefa húðinni mikla mýkt. Vörur sem innihalda sýruna geta því spornað gegn öldrun húðarinnar.
Hyoaluronic serum er þunnt gel sem fer fljótt inn í húðina. Sameindir í sýrunni geta haldið 1000 sinnum þyngd sinni af vatni, þetta gerir sýruna að einni rakadrægustu sameind náttúrunnar, hún bindur vatn í húðinni ásamt því að gefa henni þéttleika og lyftingu. Þetta verður til þess að húðin verður rök og mjúk. Þá er einnig hægt að nota sýruna einstaka sinnum fyrir yngri húð og veita henni smá skot af raka þegar hún þarf á því að halda
Hyaloranic sýran frá NOW:
- er án Parabena
- er án gluteins
- er ekki prófuð á dýrum
- minnkar sýnileika hrukka og lína á náttúrulegan hátt
- er mjög rakagefandi
Eftir að húðin hefur verið hreinsuð er gelið borið á þau svæði þar sem línur og hrukkur eru sýnilegar, þegar að gelið hefur þornað skal bera á húðina rakakrem. Notaðu kvölds og morgna til að ná sem bestum árangri.
Höfundur: Lilja Björk