Search
Close this search box.
Í hreinskilni sagt…

Í hreinskilni sagt…

Það er ótrúlegt hvað við erum stundum góð í því að rífa okkur sjálf niður en svo hikum við oft ekki við að hrósa öðrum og hvetja þá áfram þegar þeim mistekst. Í glansmyndafári nútímans er auðvelt að gleyma sér, bera sig saman við aðra og rífa sig síðan niður fyrir að vera ekki að æfa jafn vel eða vera í jafn góðu formi og einhver annar sem dæmi.

Ég á ekki börn en ég vonast til að gerast svo lukkuleg að eignast börn í framtíðinni og fá að ala þau upp. Ég hugsa sérstaklega til þess að eignast stelpu og ef það gerist vil ég að hún líti á mig sem fyrirmynd. Ég vil vera hreinskilin við hana og kenna henni að vera sjálfstæð og sterk. Ég vil kenna henni að elska sig og líkamann sinn.

Indíana x Berglaug

Indiana-x-Berglaug-22

Líkaminn er ótrúlegur. Afslappaður, ekki afslappaður. Uppstilltur, óuppstilltur. Ólíkur frá degi til dags og jafnvel frá einni klukkustund til annarrar. Slitför eftir vöxt, íþróttaiðkun og hugsanlega meðgöngu. Leikir barnæskunnar, slys og jafnvel sjúkdómar skilja eftir sig ör.

Indiana-x-Berglaug-3

Indiana-x-Berglaug-33

Glansmyndin er eitthvað sem við öll þekkjum. Hópmynd, selfie, belfie .. sama hvað það er. Við stillum okkur upp, finnum bestu stellinguna, birtuna og filterinn. Það er erfitt að kúpla sig út úr heimi samfélagsmiðlanna og við gleymum því kannski að þar er raunveruleikinn ekki alltaf í fyrirrúmi.

Við horfum á okkur sjálf og sjáum afslappaða líkamann okkar og berum hann saman við uppstilltu, flottu og fínu myndirnar sem birtast okkur á netinu. Eðlilega getur myndast einhver skekkja og við förum að gera óraunhæfar kröfur til okkar.

Indiana-x-Berglaug-1

Indiana-x-Berglaug-11

Indiana-x-Berglaug-5

Indiana-x-Berglaug-55

Fjölbreytileikinn er yndislegur. Enginn líkami er eins en við eigum samt ótrúlega margt sameiginlegt. Við vöxum, þroskumst, döfnum og eldumst ef við erum heppin. Það eru flest allir með fæðingarbletti og ör og það fá flest allir hár undir hendurnar, bólur, inngróin hár og slit. Sem betur fer eru ekki allir eins því annars væri lífið leiðinlegt og litlaust.

Indiana-x-Berglaug-6

Indiana-x-Berglaug-66

Myndirnar voru teknar til að sýna hversu ólíkur líkaminn getur verið í mismunandi pósum og stellingum. Það er gott að minna sig á að raunveruleikann er ekki alltaf að finna í glansmyndinni. Við sjálf erum forstjórar, framkvæmdastjórar og verkefnastjórar yfir okkar eigin líkama. Reynum að koma betur fram við okkur sjálf og reynum að elska líkamann okkar, sama hvernig hann er. Við fáum bara einn.

Ljósmyndari: @berglaug

NÝLEGT