Search
Close this search box.
Ilmolíur sem hafa fælandi áhrif á flugur

Ilmolíur sem hafa fælandi áhrif á flugur

Hér gefur að líta á helstu ilmolíurnar sem virka vel gegn lúsmý, en það hefur varla farið framhjá neinum að lúsmý hefur herjað á fólk undanfarnar vikur. Hægt er að fæla flugurnar í burtu með ýmsum ilmolíum og einnig er sniðugt að blanda t.d. 2-3 þeim saman til að fá meiri meiri virkni. Hægt er að setja ilmolíudropana í ilmolíulampa eða blanda saman við vatn í úðabrúsa og spreyja á sig eða um rýmið.

Ilmkjarnaolíur sem hafa fælandi áhrif á flugur:

Lavender:

Æðisleg olía sem hefur slakandi, sefandi og róandi áhrif. Lyktin hefur fælandi áhrif á flugur og því hentugt að blanda lavender í spreybrúsa eða blanda saman við aðrar ilmolíur eins og t.d. tea tree olíu. Lavender er líka mjög græðandi og sótthreinsandi og er gjarnan notuð í krem og smyrsli. Hún er einnig notuð við skordýrabiti, bólum og smávægilegum bruna í húð. Hún róar pirraða húð og hentugt að setja nokkra dropa af henni út í krem ef mikill kláði er í húð og til að flýta fyrir gróanda húðarinnar.

Einnig er hægt að fá spike lavander sem hefur einstakan ilm sem má lýsa sem blöndu af lavender og euycalyptus en eucalyptus er þekkt fyrir sinn upplífgandi og hreinsandi ilm.

Verslaðu lavender olíuna hér og spike lavender olíuna hér.

Tea Tree:

Tea Tree olían er mjög sterk og virkar mjög vel gegn flugum. Olían er einnig mjög sótthreinsandi og hefur breiða virkni gegn mörgum örverum. Virkar einnig mjög vel að blanda tea tree olíu í úðabrúsa og spreyja í hár til að forðast að fá lús. Hentugt að blanda saman við lavender olíu.

Verslaðu tea tree olíuna hér .

Lemon:

Sítrónu olían er mjög sótthreinsandi og gjarnan notuð til að sótthreinsa sár og skrámur. Sítrónu olían hefur fælandi áhrif á mörg skordýr og því upplagt að nota hana í úðabrúsa með vatni og úða á ber húðsvæði til að fæla flugur og önnur skordýr frá. Passa verður að nota olíuna ekki óblandaða á ber svæði áður en farið er út í sól. Sniðugt að blanda olíunni með lavander, eucalyptus eða lemongrass olíu.

Verslaðu lemon olíuna hér.

Lemongrass , eucalyptus og piparmynta :

Sterkur ilmur af olíunum hefur fráhrindandi áhrif á flugur og skordýr. Sniðugt er að blanda olíunum saman við lavender, tea tree eða lemon olíu.

Verslaðu lemongrass olíuna hér , eucalyptus olíuna hér og piparmyntuolíuna hér.

Ilmolíulampar:

Sniðugt er að eiga ilmolíulampa til að hafa í sumarbústaðnum eða í svefnherberginu og blanda olíum í lampann sem hafa fælandi áhrif á flugur.

Hægt er að fá tvær tegundir af ilmolíulömpum frá NOW sem eru með USB tengi.

  • Setjið vatn upp að línunni og bætið imolíudropum út í vatnið.
  • Geta verið í gangi í allt að 5 klst áður en vatnið er búið og þá slökkva þeir sjálfkrafa á sér.
  • LED ljós sem skiptir um lit.
  • Mjög hljóðlátir.
  • Fallegir á heimilið, skrifstofuna eða í sumarbústaðinn.

Verslaðu ilmolíulampana hér og hér .

Líkamsolíur

Einnig er sniðugt að setja ilmolíurnar í burðarolíu og bera á líkamann. Sweet almond olían frá NOW er mjög vinsæl burðarolía og gefur húðinni góðan raka og mjög sniðugt að bæta ilmolíum við og bera á sig. Lavender/almond olían frá NOW er mjög rakagefandi og góð til að bera á sig og lavander ilmurinn hefur fælandi áhrif á flugur. Góðar olíur sem næra húðina og smitast ekki í föt.

Verslaðu lavender/möndlu olíuna hér og möndluolíuna hér .

Ilmolíurnar frá NOW fást einnig í Krónunni, Hagkaup, Nettó, Fjarðarkaup og helstu apótekum landsins.

NÝLEGT