Inga Fanney fjallahlaupari kolféll fyrir Houdini Sportswear

Inga Fanney fjallahlaupari kolféll fyrir Houdini Sportswear

Inga Fanney skrifar:

Ég er uppalin á sveitabæ fyrir norðan umkringd fjöllum og hef ég í sjálfu sér alltaf verið í einhverri útivist. Það var þó ekki fyrr en ég varð móðir og hafði minni tíma til útivistar sem ég byrjaði að hlaupa. Á þeim tíma bjó ég í Jökulsárgljúfrum sem er alger stígaparadís og fullkominn leikvöllur fyrir utanvegahlaupara. 

Síðan 2011 hef ég sérhæft mig í hlaupaferðamennsku á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum..

Smám saman þróuðust utanvegahlaupin hjá mér og er ég nú að mestu komin yfir í það að hlaupa upp og niður fjöll. Síðan 2011 hef ég sérhæft mig í hlaupaferðamennsku á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og stofnað nokkur afþreyingarfyrirtæki í ferðaþjónustu. Í dag eru hlaup minn lífsstíll. Ég vinn við að skipuleggja hlaupaferðir og hlaupakeppnir, markaðssetja og kynna Ísland sem áfangastað hlaupara hvaðanæva að úr heiminum. Mín ástríða og störf eru hreyfing og útivist og minn hversdagsfatnaður er útivistar- og æfingafatnaður. Þess vegna er svo frábært að hafa uppgötvað Houdini fatnaðinn, því hann er ekki bara vandaður útivistarfatnaður heldur einnig flottur.

Power Stretch flíspeysa 

Ég nota Houdini peysuna vandræðalega mikið en hún er einmitt flíkin sem maður vill hafa tilbúna eftir hlaup, hún er hlý og mjög þægileg. 

Vörulýsing: Flíspeysa með hettu úr Polartec Power Stretch Pro. Vinsælasta flíkin hjá Houdini. Mjög hlý flíspeysa, góð sem miðlag eða sem jakki. Power Houdi er mjúk, teygjanleg með góða öndunareiginleika. 

Inga-Fanney-Reportage

Mynd: 360 Photography – Maren Krings

Cloud úlpa

Cloud úlpan er líka ein af mínum uppáhalds Houdini flíkum, hún er ekki bara þægileg heldur er hún líka svona flík sem getur verið allt. Hvort sem er að skella yfir sig eftir hlaup, eða til að notaþegar maður stekkur út úr bílnum að skoða nýja staði, stendur úti á skútu að horfa eftir hlaupaleiðum eða til að nota innanbæjar.

Vörulýsing: Alhliða síð primaloft úlpa/slá með kvartermum. Létt og hlý úlpa sem er mjög töff í útivist sem og dagsdaglega. Hægt að nota t.d. sem úlpu, teppi, svefnpoka fyrir börnin eða kodda. Mjög góð flík fyrir brimbrettafólk, beint yfir blautbúninginn eða eftir þríþrautina, kajakferðir eða sjósport. Þyngd: 618 gr.

Inga-Fanney-Reportage--1-

Mynd: 360 Photography – Maren Krings

Houdini föðurland

Önnur vara sem ég fann hjá Houdini sem mér finnst einstaklega vönduð er Houdini föðurland, sem er úr blöndu af silki og merino ull. Það sem ég kann mest að meta við hana er hvað hún er mjúk en samt þétt sem gerir hana mjög hlýja og er eitthvað sem ég tek alltaf með í útilegu og til að fara í á kvöldin í fjallaskálum.

Ég hlakka til að prófa fleiri vörur frá Houdini, hver einasta flík er greinilega vönduð og eru einmitt flíkur sem henta á norðlægum slóðum.

 

Houdini fæst í H Verslun og Ellingsen

Vörurnar fékk Inga Fanney að gjöf

NÝLEGT