Inika Förðun

Inika Förðun

Árið 2013 útskrifaðist ég úr menntaskóla og langaði að prófa eitthvað nýtt og varð förðunarskóli fyrir valinu. Ég fór í Mood Make Up School og er því með förðurnargráðu (MUA). Hef ekki mikið verið að farða síðan heldur hefur áhuginn vera meira að leika mér sjálf af nýjum vörum. Ég var mikill Mac unnandi en hef ekki keypt mér vörur frá þeim síðan ég kynnti mér betur um þeirra áherslur á prófanir á dýrum og innihaldsefna. Ég fékk að velja mér nokkrar vörur hjá þeim í Inika og gerði förðun með þeim vörum og líkaði rosa vel við. 

IMG_0677

IMG_0678

Ég notaði bursta sett frá Inika sem eru allir auðvitað vegan, þeir voru gríðalega mjúkir og þæginlegir. Á andlitið notaði ég farðann hjá þeim í litnum Beige og minnti það mig á True Match frá Loreal sem var mitt uppáhalds í langan tíma. Mjög þunnt og góð áferð. Notaði síðan hyljarann þeirra í Light undir augun ásamt mineral púðrinu þeirra í litnum Strength. Til að lífga aðeins uppá andlitið notaði ég sólapúðrið í litnum Sunkissed. Bæði púðrin minntu mig á púðrin frá Mac og voru þau einnig í uppáhaldi hjá mér. 

IMG_0679

IMG_0680

Á augun notaði ég augnskugga í litnum Gold Oyster og eyeliner sem var mjög fallegur í litnum Gold Khaki. Einnig notaði ég maskarann þeirra sem gefur mjög náttúruleg augnhár. Á varirnar notaði ég varablýant í litnum Dusty Rose og gloss yfir í litnum Mocha. 

IMG_0744

IMG_0747

Var mjög ánægð með útkomuna og mun klárlega nota þetta merki að mestu leyti hér framundan. Mæli persónulega mest með farðanum og púðrunum. Einnig gull eyelinerunum sem kom mjög vel út með bláa auglitnum mínu. 

IMG_0746

IMG_0748_1505491914795

Vörurnar fást í Lyf og Heilsu Kringlunni og Glerártorgi einnig í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi. Svo vil ég minna á gjafaleik hjá þeim í Inika, eina sem þú þarft að gera er að „hashtagga“ #inikaorganicrvk á Instagram og þú ert í pottinum að vinna þessa veglega gjafakörfu frá þeim! (sjá mynd)

21764306_10213119656733685_187644257_o

Takk kærlega fyrir lesturinn og ef þið viljið fylgjast eitthvað meira með mér þá getið þið fundið mig á Instagram!

Hildur Sif Hauks

NÝLEGT