Instagram vikunnar: Andrea Röfn

Instagram vikunnar: Andrea Röfn

 Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

Stíllinn minn er töffaralegur og afslappaður, klassískur í bland við logo flíkur. Ég er algjör sneaker kona og á orðið ansi gott safn af fallegum skóm og upp á síðkastið hef ég verið með mikið æði fyrir buxum. Það hefur verið ákveðin áskorun að viðhalda stílnum í nýja loftslaginu þar sem ég enda oftast bara í léttum kjól og sandölum.

Andrearofn-H-Magasin3

Hvaðan sækir þú innblástur þegar kemur að tísku?

Ég klæðist yfirleitt því sem mér sjálfri þykir fallegt og passa mig á að eltast ekki um of við þá strauma sem eru ríkjandi hverju sinni, nema ég virkilega fíli það sem er í tísku. En þegar ég sæki innblástur er það helst á Instagram og í kringum mig en ég á vini og samstarfsfólk með afar fallegan stíl. Aron litli bróðir minn hefur líka mikil áhrif á mig hvað varðar fataval og stíl.

Andrearofn-H-Magasin8

Andrearofn-H-Magasin9

Hver er þín uppáhaldsflík?

Ég keypti mér nýlega gallabuxur í Sandro Paris með útsaumuðum eld á hliðunum en mig hafði langað í þær í þónokkurn tíma. Ásamt þeim myndi ég segja biker leðurjakkinn minn frá Mads Norgaard og Gucci slippers.

Andrearofn

Hvaða skór eru þínir uppáhalds?

Mér finnst þessi spurning alltaf jafn erfið! En þessa dagana er ég mikið í Air Zoom Mariah og Air Force 1 báðum frá Nike. Air Max 97 eru svo alltaf í miklu uppáhaldi og Achilles Low frá Common Projects einnig. Svo eignaðist ég nýlega gömlu góðu Chuck Taylor All Star frá Converse, en ég gekk ekki í öðrum skóm á unglingsárunum mínum.

Andrearofn-H-Magasin4

18949714_968410763298544_3752739352896077824_n

Hvað er efst á óskalistanum?

Vapormax frá Nike eru efstir á lista. Ég var eins og lítil stelpa að springa úr öfund þegar Arnór kærastinn minn fékk sér þá um daginn og þeir voru ekki fáanlegir í dömustærðum. Annað ofarlega á óskalistanum er fullkominn sherling jakki frá Norse Projects sem fæst í Húrra Reykjavík en er mögulega aðeins of hlýr fyrir suðræna loftslagið. Hins vegar langar mig mikið í sólgleraugu frá Celine sem eru bráðnauðsynleg í sólinni og rauðar buxur frá Wood Wood.

Andrearofn-H-Magasin2

Andrearofn-H-Magasin1

Uppáhalds búð?

Húrra Reykjavík alveg klárlega, þó ég sé ekki hlutlaus. Aðrar búðir sem ég fíla eru Yeoman og 66° Norður ásamt Wood Wood, Norse Projects og Naked í Kaupmannahöfn.

Andrearofn-H-Magasin7

Ómissandi að eiga í haust/vetur?

Komandi árstíðir verða afar ólíkar þeim sem ég er vön. Venjulega myndi ég nefna eitthvað hlýtt og notalegt en fyrir mig verður eflaust ómissandi að eiga sandala og létta jakka, svona þegar það fer að „kólna“.

Plön í haust/vetur?

Ég verð búsett í Grikklandi, ætla að leggja lokahönd á viðskiptafræðigráðuna í fjarnámi, ferðast, taka á móti gestum, spila smá golf og njóta lífsins með Arnóri og þess sem nýja landið hefur upp á að bjóða.

Andrearofn-H-Magasin10

Andrearofn-H-Magasin5

Instagram: andrearofn

Heimshornaflakkarinn Andrea Röfn svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur á H Magasín en hún hefur lengi verið áberandi fyrir einstaklega flottan stíl á Instagram.

Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér?

NÝLEGT