Instagram vikunnar: Anna S. Bergmann

Instagram vikunnar: Anna S. Bergmann

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

Stíllinn minn er ótrúlega misjafn og fer eftir dögum og jú auðvitað veðri. Ég get verið algjör streetwear týpa einn daginn en svo get ég farið í dragt og hæla daginn eftir. Mér finnst mjög gaman að blanda bæði vintage flíkum við nýjar flíkur, en það er eitthvað við vintage sem heillar mig. Ég hugsa að þær flíkur sem einkenna mig sem mest séu pels, chunky strigaskór og útvíðar buxur.

Hvert sækir þú innblástur þegar kemur að tísku?

Ég sæki mér innblástur aðallega á Instagram og Pinterest. Mér finnst Instagram vera fullkominn grundvöllur til þess að sækja sér innblástur hjá hinum og þessum. Ég fylgist mikið með skandinavískum áhrifavöldum sem og breskum og amerískum. Svo finnst mér Íslendingar afar vel klæddir og því er ekki langt að leita þegar mig vantar innblástur.

Hver er þín uppáhalds flík?

Ég á í rauninni enga eina uppáhalds flík, ég held mikið uppá allar yfirhafnirnar mínar og þá sérstaklega pelsana mína. Ég á mjög gott safn af pelsum en þeir eru fallegir eins og þeir eru misjafnir.

Hverjir eru þínir uppáhalds skór?

Mér finnst mjög erfitt að gera upp á milli því ég elska alla skónna mína svo mikið. Þeir sem eru í mjög miklu uppáhaldi akkúrat núna eru Nike Vapor Max, Nike Uptempo ’96, Nike Air Jordan 1 Retro og Angel Canvas frá Eytys.

Hvað er efst á óskalistanum?

Úff óskalistinn minn er mjög langur og stækkar sífellt en ég verð að fá að nefna þrennt sem mig langar mest í. Það er trench coat frá &Other Stories, taska frá Staud og Balenciaga Triple S í svörtu.

Hverjar eru þínar uppáhalds búðir?

Zara, & Other Stories, Asos, Monki, Nike, Spúútnik og fleiri búðir sem ég finn. Svo get ég verið algjör merkjaperri en ég fylgist mikið með merkjum líkt og Off White, Gucci, Saint Laurent, Louis Vuitton, Balenciaga og Givenchy.

Hvað finnst þér ómissandi að eiga í vor?

Hmm.. klárlega flottir chunky strigaskór sem passa við allt, gulur kjóll sem hægt er að dressa bæði upp og niður, over-sized trench coat og fallegt co-ord.

Hver eru þín plön í vor?

Eins og er þá er ég að jafna mig eftir hryggbrot og ég býst við að ég muni enn vera að komast á rétta braut þegar kemur að hreyfingu í vor. Um páskana fer ég til Milano m.a. til þess að skoða skólann sem ég mun fara í og íbúðina mína. Svo mun ég halda áfram því sem ég hef verið að gera núna undanfarið sem er að vinna, hugsa um heilsuna og vera hamingjusöm!

Instagram: annasbergmann

NÝLEGT