Instagram vikunnar: Edda Konráðsdóttir

Instagram vikunnar: Edda Konráðsdóttir

Segðu okkur aðeins frá þér og því sem þú ert að gera

Ég er 25 ára stelpukona, matgæðingur og fagurkeri. Ég er verkefnastjóri hjá skemmtilegasta fyrirtækinu, Icelandic Startups. Þar stýri ég frumkvöðlakeppninni Gullegginu, skipulegg leikja- og sýndarveruleika­ráðstefnuna Slush PLAY, sé um tengsl fyrirtækisins innan háskólanna, kem að skipulagningu erlendra sendiferða með íslensk startupfyrirtæki til dæmis í Kísildalinn ásamt hinum ýmsu verkum innan annarra verkefna sem Icelandic Startups stýrir. Eins og heyrist er starfið mitt alveg ótrúlega fjölbreytt og ekki auðvelt að lýsa því í stuttu máli þegar enginn dagur er eins. Nýlega kenndi ég 3 vikna áfanga í Háskólanum í Reykjavík um nýsköpun og stofnun fyrirtækja sem er ótrúlega krefjandi og skemmtilegt. 

Edda9

Utan vinnu er ég mjög aktív og finnst mér skemmtilegast að hafa sem mest á minni könnu. Ég uni mér best þegar ég er eins og þeytispjald um allan bæ frá morgni til kvölds að stunda líkamsrækt, borða góðan mat og hlæja með vinum. Ég er í nokkrum klúbbum sem hittast reglulega og ég held mikið uppá. Það er svo dýrmætt að fá að kynnast ungum konum sem eru að gera spennandi hluti og eiga eftir að sigra heiminn. Það veitir manni innblástur til að trúa á sjálfan sig. 

EddaKon2

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

Mér finnst aðdáunarvert þegar fólk er búið að finna sinn auðkennandi stíl og heldur samræmi. Sá stíll sem ég fíla hvað mest er svona business chic og mig langar að vera í dragt alla daga með rauðan varalit í hælaskóm. En ég get því miður ekki sagt að það sé „minn stíll“ því ég er vissulega ekki þannig alla daga. Suma daga er ég bara í jogging galla því mig langar það. Enn sem komið er ræðst stíllinn bara af veðri og skapi.

Eddakon3

Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir þegar kemur að tísku?

Ég fæ minn innblástur frá öllum flottu og nettu stelpunum í kringum mig. Ég þekki svo mikið af tískó skvísum sem ég lít upp til að ég þarf bara að hitta vinkonur mínar eða skrolla gegnum Instagram fyrir innblástur. 

Edda13

Edda17

Hver er þín uppáhaldsflík?

Uppáhalds flíkin mín núna er sjálfsástar bolur eftir Kristínu Dóru vinkonu mína og nýji bróderaði leðurjakkinn minn sem ég keypti í Urban Outfitters. 

Edda19

Hvaða skór eru þínir uppáhalds?

Ég keypti ég mér himinháa bleika rússkins hæla í Las Vegas sem ég get varla gengið á en finnst þeir ÆÐISLEGIR.

Edda14

Hvað er efst á óskalistanum?

Mig langar í nýja gönguskó, Calvin Klein bakpoka úr GK Reykjavík og akkerishálsmen eftir Orra Finn.

Edda8

Edda7

Uppáhalds búð?

Mér finnst alltaf gott að koma inn í Húrra Reykjavík, Geysi og GK Reykjavík.

Edda

 

Ómissandi að eiga í sumar?

Nú auðvitað gönguskór! Svo maður geti ræktað í sér innri túristann og skoðað fallega landið sitt.

EddaKon

Eddakon4

Plön í sumar?

Sumarið er ótrúlega skemmtilegur tími í vinnunni hjá mér, við erum dugleg að fara út í sólina og gleymum sko ekki að njóta lífsins. Ég ætla að vera dugleg að ganga á fjöll og mun halda mig mestmegnis á Íslandi þar sem ég er nýkomin úr æðislegu sumarfríi í Kaliforníu sem endaði á Coachella tónlistarhátíðinni. Planið er því að reima á sig gönguskóna og skoða allar þessar perlur sem eru beint fyrir framan nefið á manni og maður gleymir alltaf að skoða.

Edda16

Edda15

Instagram: eddakon

Höfundur: H Talari / Edda Konráðsdóttir

NÝLEGT