Search
Close this search box.
Instagram vikunnar: Guðbjörg Lofts

Instagram vikunnar: Guðbjörg Lofts

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

Ég er með frekar frjálsan stíl, blandaðan. Klæði mig aðallega eftir skapi.

Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir?

Ég er rosalega löt við það að skoða bloggsíður tengdar tísku. Ég er að fylgja nokkrum fyrirmyndum á Instagram sem mér finnst gaman að fylgjast með en þær helstu eru: Freja Wewer, Maria Kragmann, Veneda Budny og Pernille Teisbaek. 

Hver er þín uppáhaldsflík?

Ég keypti mér kögurjakka frá Ganni núna á dögunum og hann er í uppáhaldi hjá mér núna. 

Hvað er efst á óskalistanum?

Blússa frá Acne sem ég rakst á í Köben í mánuðinum. 

Uppáhalds búð?

Uppáhalds búðin mín hér á landi mun vera Húrra Reykjavík og Zara en erlendis eru Weekday og Acne Studios í uppáhaldi.

Ómissandi að eiga í sumar?

Er ekki klassískt og ómissandi að eiga ein nice sólgleraugu fyrir sumarið?

Plön í sumar?

Ég hef ekki ennþá gert nein plön fyrir sumarið önnur en þau að hafa gaman með vinum mínum og fjölskyldu svo á ég örugglega eftir að kíkja einhvert erlendis. 

Instagram: Guðbjörg

Höfundur: Guðbjörg Loftsdóttir/ H Talari

NÝLEGT