Search
Close this search box.
Instagram vikunnar: Hugrún Elvarsdóttir

Instagram vikunnar: Hugrún Elvarsdóttir

 

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

Í hitanum og rakanum hér í Georgia klæði ég mig daglega í stuttbuxur, hlýrabol, íþróttaskó og set á mig derhúfu hvert sem ég fer, mér finnst það afskaplega ljúft. Annars myndi ég lýsa mínum stíl sem einföldum og þæginlegum.

Hvert sækir þú innblástur þegar kemur að tísku?

Ég sæki allan minn innblástur þegar ég skrolla í gegnum Instagram en mér finnst íslenskar stelpur klæða sig mjög töff og flott og finnst gaman að sjá hvað er nýjast í tískunni heima.

Hvernig æfir þú?

Við erum á miðju tímabili hér úti og erum því að spila 2 leiki á viku og á æfingum 4x í viku. Síðan tekur liðið létta lyftingaræfingu 2x í viku. Eftir leiki tökum við alltaf létt skokk, pool recovery, rúllum og teygjum.

Hver er þín uppáhalds íþróttaflík?

Nike stuttbuxur koma sér vel í 30 gráðunum hér á haustin og eru mjög þæginlegar í ræktina.

Hvað er efst á óskalistanum?

Apple Watch og skór sem eru betri til að taka tabata æfingar og vera í ræktinni í, eins og Nike Metcon 3, það væri draumur!

Hverjar eru þínar uppáhalds búðir?

Nike, Adidas, Lululemon, Zara, Topshop, & Other Stories og COS.

Hvað finnst þér ómissandi að eiga í haust/vetur?

Vorum að panta Nike Team Alliance Parka úlpur fyrir liðið sem ég er mjög spennt fyrir. Hún mun koma sér vel þegar það fer að kólna hér í desember/janúar og mun eflaust nýtast mér vel í jólafríinu heima á Íslandi líka.

Hver eru þín plön fyrir haustið/veturinn?

Ég er að útskrifast núna um jólin með B.A. í stjórnmálafræði og alþjóðasamskipti sem undirgrein. Ég kem síðan heim til Íslands um jólin í langþráð frí þar sem við fjölskyldan ætlum að fara til Austurríkis á skíði í tilefni af 60 ára afmæli pabba. Strax í janúar tekur svo við master í opinberri stjórnsýslu og heljarinnar undirbúningur undir inntökupróf í lögfræði hér úti. Ég byrja einnig að þjálfa sem Graduate Assistant hjá fótboltaliðinu mínu hér úti í janúar. 

 

Instagram: hugrune

 

NÝLEGT