Search
Close this search box.
Instagram vikunnar: Ína María

Instagram vikunnar: Ína María

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

Stílhreinn og sporty.

Hverjar eru þínar helstu tískufyrirmyndir?

Ég fylgist mikið með fólki á samfélagsmiðlum og lít einnig upp til vinkvenna minna þegar kemur að tísku.

Hver er þín uppáhaldsflík?

Þessa stundina er það Vicommit buxurnar mínar úr Vila. Þær redda manni alltaf og ganga við allt. Ég er mjög mikið fyrir yfirhafnir og verð því að segja að nýja síða kápan mín úr Zöru er í miklu uppáhaldi þessa dagana. 

Hvaða skór eru þínir uppáhalds?

Billibi hælarnir mínir eru í miklu uppáhaldi, ég tek þá t.d. alltaf með mér þegar ég ferðast. Síðan get ég ekki verið án Nike Flyknit Presto skónna minna. 

Hvað er efst á óskalistanum?

Dragt frá Asos og úr frá nýjustu Daniel Wellington línunni.

Uppáhalds búð?

Ég er algjör gramsari en uppáhalds búðirnar mínar eru örugglega Zara, Nike og Topshop. Ég fer sjaldan tómhent þaðan. Ég er einnig hrifin af Missguided, Asos og fleiri netverslunum.

Ómissandi að eiga í sumar?

Flott sólgleraugu og gallajakki.

Plön í sumar?

Weeknd tónleikar í Miami, sumarstarf sem flugfreyja hjá Icelandair, Secret Solstice, ferðast um landið og síðan ætla ég að enda sumarið á EM í körfubolta í Finnlandi.

 

Höfundur: Ína María Einarsdóttir / H Talari

NÝLEGT